Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 23
Það var, með örfáum undantekningum, ekki fyrr en á þessari öld sem þjóðin
eignaðist myndlistamenn sem komust til mennta erlendis og gátu svo helgað
sig list sinni. Sagt hefur verið að frumherjar íslenskrar myndlistar hafi þurft
að kenna löndum sínum að sjá heiminn með nýjum augum. Skortur á
myndlistarhefð gaf visst frelsi, en um leið vantaði bæði það aðhald sem slík
hefð gefur og líka þörfina á að brjótast úr viðjum hennar.
Heimsstyrjöldin síðari togaði íslendinga út úr hægum takti hefðbundins
bændaþjóðfélags út í æðisgenginn dans nútímans. Þegar svo róttækar þjóð-
félagsbreytingar verða er viss hætta á að allt það nýja sem dynur yfir verði
meðtekið gagnrýnislaust. Hvað varðar þann þátt sem hér um ræðir, hinn
sjónræna þátt, varð vissulega breyting á. Mikið af ódýru, fjöldaframleiddu
efni flæddi inn í landið og kom að miklu leyti í stað þess veikburða listiðnaðar
sem þá var að komast á legg. Þar sem viðmiðun skorti hjá almenningi til að
greina á milli þess sem vel var gert og illa hefur það tekið langan tíma að
vinna úr þessum áhrifum og finna grundvöll fyrir sjálfstæða og sterka
listhönnun á íslandi. Það er fyrst á síðustu árum sem árangur myndlistar-
kennslu og áhrifa vel menntaðra listhönnuða fer að sjá stað.
Á áratugnum 1940-Í950 komu út nokkrar myndskreyttar bækur sem
teljast mega sígildar og með því besta sem íslendingar hafa eignast af
myndskreytingum. í greininni taldi ég upp bækur og listamenn sem við öll
þekkjum, Dimmalimm eftir Mugg, myndabækur Nínu Tryggvadóttur,
myndskreytingar Barböru Árnason. Ég minntist líka á þá listamenn sem
öðrum fremur mótuðu
smekk íslendinga hvað
myndskreytingar varðar, þá
Tryggva Magnússon og
Halldór Pétursson. Myndir
þeirra beggja voru aðgengi-
legar almenningi, fremur
natúralískar í stíl og teikni-
tækni einföld. Þær kröfðust
ekki mikils af áhorfandan-
um og voru í takt við ríkj-
andi viðhorf. Þjóðleg
rómantík er nokkuð áber-
andi, hið séríslenska er
dregið fram á auðskilinn
hátt. Halldór var sérstaklega
afkastamikill myndskreyt-
ingamaður og mynd-
Mynd úr Sögunni af Dimmalimm eftir Guðmund
Thorsteinsson, Mugg (1942).
TMM 1995:3
21