Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 23

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 23
Það var, með örfáum undantekningum, ekki fyrr en á þessari öld sem þjóðin eignaðist myndlistamenn sem komust til mennta erlendis og gátu svo helgað sig list sinni. Sagt hefur verið að frumherjar íslenskrar myndlistar hafi þurft að kenna löndum sínum að sjá heiminn með nýjum augum. Skortur á myndlistarhefð gaf visst frelsi, en um leið vantaði bæði það aðhald sem slík hefð gefur og líka þörfina á að brjótast úr viðjum hennar. Heimsstyrjöldin síðari togaði íslendinga út úr hægum takti hefðbundins bændaþjóðfélags út í æðisgenginn dans nútímans. Þegar svo róttækar þjóð- félagsbreytingar verða er viss hætta á að allt það nýja sem dynur yfir verði meðtekið gagnrýnislaust. Hvað varðar þann þátt sem hér um ræðir, hinn sjónræna þátt, varð vissulega breyting á. Mikið af ódýru, fjöldaframleiddu efni flæddi inn í landið og kom að miklu leyti í stað þess veikburða listiðnaðar sem þá var að komast á legg. Þar sem viðmiðun skorti hjá almenningi til að greina á milli þess sem vel var gert og illa hefur það tekið langan tíma að vinna úr þessum áhrifum og finna grundvöll fyrir sjálfstæða og sterka listhönnun á íslandi. Það er fyrst á síðustu árum sem árangur myndlistar- kennslu og áhrifa vel menntaðra listhönnuða fer að sjá stað. Á áratugnum 1940-Í950 komu út nokkrar myndskreyttar bækur sem teljast mega sígildar og með því besta sem íslendingar hafa eignast af myndskreytingum. í greininni taldi ég upp bækur og listamenn sem við öll þekkjum, Dimmalimm eftir Mugg, myndabækur Nínu Tryggvadóttur, myndskreytingar Barböru Árnason. Ég minntist líka á þá listamenn sem öðrum fremur mótuðu smekk íslendinga hvað myndskreytingar varðar, þá Tryggva Magnússon og Halldór Pétursson. Myndir þeirra beggja voru aðgengi- legar almenningi, fremur natúralískar í stíl og teikni- tækni einföld. Þær kröfðust ekki mikils af áhorfandan- um og voru í takt við ríkj- andi viðhorf. Þjóðleg rómantík er nokkuð áber- andi, hið séríslenska er dregið fram á auðskilinn hátt. Halldór var sérstaklega afkastamikill myndskreyt- ingamaður og mynd- Mynd úr Sögunni af Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson, Mugg (1942). TMM 1995:3 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.