Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 45

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 45
gráast fyrrum og sýnt þeim bæði og sannað að þær víluðu ekki allt fyrir sér. Greinilega skipti mestu að fulls jafnræðis væri gætt þegar ævintýrahetjurnar stofnuðu til hjúskapar svo að konungsættirnar héldu virðingu sinni óskertri. Getið er um drottningu sem amaðist við samdrætti dóttur sinnar og ungs manns að nafni Þórir, þótt konungborinn væri, því að drottningin þóttist meiri að völdum og virðingu en foreldrar hans. Hjörtum þessarar drottn- ingar og sænsku drottningarinnar, Sigríðar stórráðu, hefur svipað saman þó að hin fýrrnefnda hlífði Þóri en Sigríður léti veita tveimur biðlum „atgöngu með eldi og vopnum“ svo að báðir voru drepnir ásamt liði sínu öllu til „að leiða smákonungum að fara af öðrum löndum til þess að biðja hennar“ eins og stendur í Ólafs sögu Tryggvasonar. Af drottningum voru fýrri konur kónganna einna minnstar fyrir sér, þótt þær væru nógu framsýnar til að víkja töfragripum að börnunum til styrktar í lífsbaráttunni áður en þær dóu frá þeim kornungum.Ættsmæð sumra varð líka hirðmönnum að rógsefni við kóngana, svo að þær áttu ekki sjö dagana sæla. Gríselda hin góða mátti til dæmis þola mikið fálæti þangað til að kóngur sannfærðist endanlega um órofa tryggð hennar og þolinmæði. Erfiðast varð samt drottningum barnleysið og kom fýrir að kóngar hótuðu þeim lífláti yrðu þær ekki barnshafandi. Þetta útbreidda minni er sprottið upp úr bláköldum veruleikanum því að konungsættunum hafði frá aldaöðli verið kappsmál að tryggja sér völd með skilgetnum ríkisörfum svo að ljóst væri hver ætti að taka við völdum að konungum látnum. Evrópsk alþýða þekkti vel til búsifjanna þegar ættir sem þóttust réttbornar til konungstignar og -valda börðust áratugum saman um ríkiserfðirnar, meðan stórhöfðingjarnir deildu og drottnuðu í trássi við valdalitla konunga með vafasamt tilkall til krúnunnar. Frægust hafa orðið Rósastríðin langvinnu seint á 15. öld þegar enska háaðlinum forna blæddi út og borgarastríðið í Frakklandi á 16. öld var einnig að nokkru um ríkiserfðir. 4 í íslenskum ævintýrum koma svokallaðir meykóngar fyrir; ekki munu þeir samt víða aðalsöguhetjur. Þeir voru frábitnir því að gifta sig eins og mey- kóngurinn í Sögunni af Finna karlssyni sem þoldi enga aðra karlmenn við hirðina en geldinga. Ekki var það að ástæðulausu að meykóngar forðuðust hjúskap því að í honum var fólgið ákveðið valdaafsal, — má minna á að Elísabet Englandsdrottning giftist aldrei. Ævintýrunum um kóngafólk varð hins vegar að ljúka með brúðkaupum samkvæmt hefðbundinni atburðarás og meykóngurinn í sögunni af Finna gerði hann bæði að eiginmanni og kóngi. TMM 1995:3 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.