Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 91
mannanna af glöggsýni en ferðalangur í framandi landi. Hann hefur verið
sviptur öllum merkimiðum öðrum en upprunanum og ef til vill fjárhags-
stöðu og gengur þannig til fundar við þjóðerni sitt um leið og hann glöggvar
sig á nýju samfélagi. Ferðalangnum lætur því vel að lýsa framandlega landinu
á forsendum heimalands síns, eins og Stephan G. kvað: „Þó þú langförull
legðir sérhvert land undir fót, bera hugur og hjarta samt þíns heimalands
mót“. Reynsla og athuganir ferðalangsins verða að mestu leyti háðar þeim
menningarviðmiðum sem hann hefur ffá heimalandi sínu eða öðrum þeim
löndum sem hann hefur komist í kynni við. Óumflýjanlegir menningarlega
skilyrtir/ordómar, jafnt meðvitaðir sem ómeðvitaðir, vilja því byrgja honum
sýn á nýja samfélagið og villa um fýrir honum, því eins og Edward Said lýsir
í bók sinni Orientalism hefur engum tekist að kippa fræðimanninum út úr
því samhengi sem hann er sprottinn úr.3 Því miður, mun margur mann-
fræðingurinn kvarta, getur forsnið gestsins orðið til þess að hann „ljúgi“ um
samfélagið sem hann lýsir. „Útlendíngur sér fýrirbrigði manna ljósast, en
hann dregur rángar ályktanir því hann þekkir ekki orsakir fyrirbrigðanna,“
skrifar Halldór Laxness í Afmenníngarástandi (s.l 1). Sigurður Nordal tekur
í sama streng í íslenskri menningu: „Ef vér viljum fá greinagóð skil á einkenn-
um annarra þjóða, [... ] mun niðurstaðan oft verða sú, að erlendir menn
hafi séð þar margt og skihð skarplegar en þær sjálfar.“ (32) Halldór Laxness
bendir hins vegar einnig á að heimamenn séu „oft miður hæfir til að skynja
heild þá, sem þeir hrærast meðal, í ólitaðri birtu, það er að segja hlutdrægn-
islaust.“ (11)
Er þá einhver fær um að komast að innsta kjarna hlutanna?
Samkvæmt ofanskráðu gæti það verið sá sem dvelur á landinu hálft sem
gestur og neytir „í senn auga gestsins og kunnugleik[s] heimamannsins“, eins
og Laxness orðaði það. Það getur verið innflytjandi eða nýr íbúi, sá sem hefur
tveggja heima sýn, það er Janus, guðinn með andlitin tvö, annað gamalt, hitt
ungt, og snúa í sína áttina hvort. Sýn hans er ávallt fersk og hann nýtur þess
að vera „þar sem víðsýnið skín“. Er það furða þótt höfundar með þess konar
eiginleika þyki einna nýstárlegastir og áleitnastir á tímum þjóðadeiglu.
Tvísýni
Að hafa sýn til tveggja menningarheima er að sumu leyti sambærilegt við að
vera hvort tveggja í senn: barn og fullorðinn, innlendur og útlendur, jafnvel
maður og kona. Þegar andstæður sem þessar ganga í gagnverkandi samband
getur útkoman orðið nýtt merkingarsvið, fersk sýn og ný vídd, jafnvel barn
í brók. Þar með er komin leið út úr tvenndarkerfi merkingarinnar, þar er
TMM 1995:3
89