Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 35
ingarlaust alltaf við um verðandi kónga og drottningar. Þar er því forsjónin að velja saman farsæla höfðinga. Kóngsríkið er þó ekki annað en samfélag manna og yfirfærist auðveldlega á íslenskt sveitasamfélag. Ævintýri um raunir kóngabarna hafa eflaust þótt skemmtilegri en frásagnir af íslenskum sveitabörnum, en innihaldið eða boðskapurinn er sammannlegur. Sam- kvæmt þessu væri stjúpan í hlutverki forlaganna, rétt eins og arftaki örlaga- norna eða annarra dísa sem kváðu örlög manna. Minnið um álagasendingu eftir konu felur alltaf í sér einhvers konar frelsun. En hvers vegna? Margar kvennanna bíða „frelsarans“ í álögum og flestar eru þær á valdi einhvers. Sumar eru í tröllahöndum og aðrar í gæslu föður síns. Frelsunin býður upp á marga túlkunarmöguleika. Er konan eða forráðandi hennar aðeins að prófa tilvonandi eiginmann — eða þarf hetjan að vinna til konunnar með því að sigra föður hennar? í flestum sögum er faðirinn, eða sá sem heldur konunni í prísund, drepinn. Þeim gamla er bolað burt en nýr maður tekur við. Þetta er líklega táknrænt, þ.e. konan er gjafvaxta og forsjá föður er farin að þrengja að henni (prísundin). Það er kominn tími til að hún yfirgefi átthagana og hefji nýtt líf. Að lokum frelsar hetjan hana frá valdi föður eða fangavarðar og er það táknað með morði á þeim síðar- nefndu. Frelsun konunnar getur þó farið fram á fleiri vegu en með vígi föður hennar eða varðmanns. Sumir þurfa einungis að líta konuna augum, aðrir að leysa þrautir og e.t.v. þurfa einhverjar ævintýrahetjur að hvíla hjá tröll- konu sem við það losnar undan álögum og er þá að sjálfsögðu fríð ungfrú. Það er skemmtilegt að leiða hugann að þessari sérstöku aðferð við að frelsa fólk úr álögum. Minnið er reyndar nokkuð útbreitt og í ýmsum afbrigðum. Hver kannast ekki við stúlkur sem þurfa að kyssa froska eða menn með hangandi hor til að þeir verði að prinsum? Flestir sálfræðitúlkendur vilja tengja þetta minni kynþroskaskeiðinu, ýmist hjá hetjunni einni, þ.e. frelsara, eða bæði hetju og álagaveru.19 Túlkun samkvæmt því gæti orðið eitthvað á þá leið að viðkomandi ævintýri séu í raun þroskasögur, þar sem einn liður tekur fyrir kynþroskaskeiðið. Hetjan hræðist hugmyndina um að sænga hjá konu og finnst hún ógnvekjandi (þ.e. konan í líki tröllkerlingar). Hjá þessu verður þó ekki komist eigi hetjan að ná þroska karlmanns. Eft ir þessa reynslu breytast viðhorf unga mannsins til kvenna og þær verða ekki lengur ógn- vekjandi (þ.e. breytast úr tröllskessum í fríðar meyjar). Hins vegar getum við líka einbeitt okkur að álagaverunni; ef ævintýrahetja þarf að kyssa eða hvíla hjá skessu til að hún losni undan álögum sínum, gæti það jafnframt þýtt að við það nái álagaveran sínum kynþroska. Hún umbreytist — rétt eins og fullþroskað fiðrildi sem skríður úr púpunni. TMM 1995:3 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.