Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 37
borið hafa sögur þessara þjóða saman, virðast sammála um að álagaminni
íslensku sagnanna sé eftirlíking þess gelíska, enda virðist það mun líklegra
að sögur af þessu tagi hafi borist til f slands, t.d. með þrælum eða samskiptum
manna á víkingaöld (munnlega).23
Af þessu má sjá hve álagasendingar stjúpusagnanna eru í raun merkileg
fyrirbæri. Þær sýna ekki einungis fram á bein tengsl við gelíska sagnahefð,
heldur bera þær einnig vott um einstaka varðveislu munnmæla hér á landi.
Sé þetta tiltölulega vinsæla minni skoðað með samanburði við önnur ná-
grannalönd, sýnir það ekki síður einangrun íslenskrar sagnahefðar.
Aftanmálsgreinar
Ég vil koma á framfæri þakklæti fýrir styrkveitingu úr Minningarsjóði Dr. phil.
Jóns Jóhannessonar, prófessors, sem gerði mér kleift að vinna efni þessarar
greinar.
1 KongOlafTryggvesönssaga. Prologus. Útg. P.A. Munch. Christiania, 1853, bls. 1.;
Sverris saga, Konunga sögur. Sagaer om Sverreoghansefterfolgere. Útg. C.R. Unger.
Christiania, 1873, bls. 7. Þess má geta að báðar þessar sögur eru ritaðar í
Þingeyrarldaustri.
2 E.t.v. mætti segja að við þetta ætti að bæta þriðju gerðinni, þ.e. góða stjúpan.
Ævintýri um góðar stjúpmæður eru vissulega sérstakt fýrirbæri, en þau eru fá að
tölu og má allt eins hugsa sér þessar frásagnir sem afbrigði af A-gerð, þar sem
hlutverk vondu stjúpunnar er áffam fýrir hendi; það er einungis fært í hendur
vondrar móður eða stjúpumóður / -systur.
3 Greininguna má finna í óprentaðri kandidatsritgerð höfundar Úlfhams saga og
þróun álagasendinga (Háskóli íslands, 1993). Nokkur fleiri aukaminnikomafýrir,
s.s. að oft tekur stjúpan bónorðinu seinlega, kóngur fer á brott í skattheimtur og
að ósjaldan breytist stjúpan í skessu. Slík aukaminni eru hins vegar nánast
„hlutverkalaus" og hafa sjaldnast áhrif á söguþráð. Líklega kannast einhverjir
lesendur við „funktionir“ eða hlutverk V. Propps, en hann greindi rússnesk
undraævintýri niður í kerfi eða röð 31 hlutverks. Þetta kerfi tilheyrir í raun sömu
hugmyndafræði. Sjá: Propp, Vladimir. Morphology ofthe Folktale. University of
Texas press. Austin, 1970.
4 Sjá forngríska leikritið Hippolýtos. Evrípídes. Þrjú leikrit um ástir og hjónaband.
Þýð. Jón Gíslason. Reykjavík, 1974, bls. 235-237.
5 Gering, Hugo. Islendzk œventyri, I. Verlag der Buchhandlung des Waisenhauses.
Halle, 1882, bls. 8 og 76. Stafsetning tilvitnana (hér eftir) er færð til nútímalegs
horfs.
6 Brandr Jónsson. Gyðinga saga. Útg. Guðmundur Þorláksson. S.L. Mollers Bog-
trykkeri. Kobenhavn, 1881, bls. 92-93.
7 Postola sögur. Útg. C.R. Unger. Christiania. 1874, bls. 322.
8 FN: Fornaldar sögur Nordrlanda I-IIl. Útg.C.C. Rafn. Kaupmannahöfn, 1929-30:
I 3-109, III 453-518; Úlfhams saga og þróun álagasendinga 1-16; Lbs. 896 4to;
Riddarasögur III. Útg. Dr. Eugen Kölbing. Karl J. Trúbner. Strassburg — Trubner
TMM 1995:3
35