Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 42

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 42
voru drottningarnar vanar að biðja kóngana lengstra orða á deyjanda degi, í íslenskum stjúpusögum. Ekki verða tíundaðar hér skjallegar heimildir um fríðleik evrópskra brúðarefna, en í stjúpusögunum íslensku eru brúðirnar ævinlega dáindis fríðar og hinir mestu kvenkostir, svo að kóngarnir gáðu einskis annars en sitja á tali við drottningarefnin. En aldrei brást, nokkru eftir að brúðkaupið hafði farið fram „með mestu prýði og viðhöfn,“ að nýja drottningin minnti kóng á að heimta saman skatta sína; hlýddu kóngarnir þessu orðalaust jafnvel þótt þá grunaði að ekki væri nú allt með felldu. Lengi fram eftir miðöldum sátu evrópsku konungarnir sjaldnast í kyrrsæti vegna þess hve afskipti þeirra sjálfra af landsstjórninni voru mikilvæg, en einnig vegna þess að meðan landaurabúskapur var ríkjandi guldust skattar í fríðu treglega, enda erfitt að flytja vistir langa vegu vegna samgönguerfiðleika; sáu konungar vanalega þann grænstan að fara milli dreifðra höfuðbúa sinna og sitja þar ásamt hirðinni meðan vistir entust; var þetta kallað „að fara að veislum“ eins og íslendingar þekktu úr fornsögunum. Raunar skipti það minnstu máli hvers vegna kóngarnir héldu að heiman, að því tilskildu að þeir gættu tignar sinnar. Mikilvægast var að þeir væru úr sögunni um hríð, því að í þjóðsögum mega helst aldrei vera fleiri á sviðinu en bráðnauðsynlegt er svo að höfuðandstæðurnar komi sem greinilegast í ljós. En varla voru kóngarnir fýrr horfnir úr landi en nýju drottningarnar tóku til við að vingast við stjúpbörnin. Sumar létu við það sitja að bjóða kóngssonunum dóttur sína að eiginkonu, en væru þær á líkum aldri sjálfar reyndu þær stundum að tæla þá. í grískum fornsögum er greint frá Fedru, eiginkonu hetjunnar Þeseifs, sem lagði ofurást á stjúpson sinn, Hippolytos, í fjarveru konungs og réð sér bana þegar Hippolytos vísaði henni á bug. Ekki virðist stjúpum í ævintýrum hafa dottið þetta í hug hvað þá meira, en hikuðu ekki við að grípa til róttækari ráða en Fedra sem lét við það sitja að rægja aumingja Hippolytos við föðurinn. í Sögunni af Bárusi karlssyni greip drottningin tækifærið þegar kóngur hafði farið að heimta skatta af löndum sínum, heimsótti stjúpsoninn og hvatti hann til að stytta gamla manninum aldur til að verða kóngur sjálfur. Ekki vildi kóngssonur samþykkja þetta enda lenti hann í engum minni vandræðum en hin stjúpbörnin í ævintýrunum. Þá þótti stjúpunum það óskaráð að koma stjúpbörnunum með einhverjum hætti til tröllkvennanna, systra sinna, sem að sjálfsögðu biðu í ofvæni eftir þeim í pottinn. En það var víst undir hælinn lagt hvort kóngarnir kæmust klakklaust heim aftur; var það aldrei fyrr en í sögulok þegar ekki var seinna vænna að bjarga ríkinu. Annars urðu synir þeirra, stundum ásamt væntan- legum tengdasonum úr öðrum löndum, til þess að refsa stjúpmæðrunum. I Sögunni af Líneik og Laufey verður það æ ljósara eftir því sem á líður að Blávör, konan sem sendimenn kóngs hittu á eyjunni dularfullu og báðu til 40 TMM 1995:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.