Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 49
mannabyggð. Sumir setjast þar jafnvel að og þá helst kvenfólk og ekki ævinlega
af ffjálsum vilja. Stundum dveljast byggðamennirnir aðeins stuttan tíma og oft
halda þeir þaðan eftir vetrarlanga dvöl ásamt álitlegum útilegumannadætrum
sem höfðu fengið í heimanmund vænar hj arðir lagðprúðs fjár sennilega af sama
kyni og mórauða féð með mikinn lagð mænandi yfir sauðafans í haustréttum.
Á þessum öldum þegar sauðaeign manna skildi milli feigs og ófeigs var hver sá
bóndi sæll sem ekki þurfti að fá leigðan búsmala.
í þjóðsagnasafni Páls Pálssonar eru fáeinar ævintýrasögur úr útilegu-
mannaheiminum. Vart má gera ráð fyrir því að þær og aðrar óskasögur um
mannsæmandi líf í landinu hafi höfðað til hans á líkan hátt og stjúpusög-
urnar kynjaþrungnu hafa gert til barna og unglinga allt fram á okkar daga.
Jafnframt er því ósvarað hvers vegna sögusvið stjúpusagnanna hefur ekki
færst nær áheyrendunum í munnmælum um aldaraðir. Ekki er vitað hverrar
ættar persónurnar eiga að hafa verið í stjúpmæðrasögunum í formála Odds
Snorrasonar munks að Ólafs sögu Tryggvasonar. En í Sverris sögu Karls
Jónssonar ábóta er þess getið að „konungabörn urðu fyrir stjúpmæðra
sköpum,“ og vísar til fornra sagna; mjög sjaldgæft er að stjúpmóðir leggi
hatur á stjúpdóttur sína af eintómri öfund vegna fegurðar hennar og vinni
henni mein eins og stendur í Viðfinnu sögu og afbrigðum hennar, en af
Frankakróníkunni eftir biskupinn Gregor frá Tours, uppi 540-594, sést að
stjúpmæðurnar svifust einskis til að ryðja stjúpsonum sínum úr vegi í
valdabaráttunni í Merovingaættinni, elstu konungsætt Frakka. I Hrólfs sögu
kraka og Bjarka rímum, þar sem stjúpmóðursagan kemur fyrir í þeirri mynd
sem orðið hefur ríkjandi í íslensku munnmælunum, nokkrum fornaldar-
sögum, yngri ævintýrasögunum og rímum, sést að íslendingum hefur þótt
valdabaráttan miklu sögulegri en hversdagsleg öfund og því er líklegast að
rithefðin hafi þarna mótað munnmælin að miklu leyti; þeir vissu sem var úr
Heimskringlu að deilur um völd gátu brugðið sér í flestra kykvenda líki.
Af ævintýrahefðinni má sjá hve þanþol hennar er mikið; þar er eins og
hin fjölbreyttustu efni komist fyrir, en formfestan sem sagnamennirnir verða
að treysta á til að halda áhuga áheyrendanna vakandi styður að því að gamall
fróðleikur og skemmtun mótast í orðasambönd eins og málmur í mynt. Um
aldaraðir hafa börnin krafist þess að helst sé öllu haldið í svipuðum skorðum,
og rekja má ótrúlega langt affur hvernig svipuð atriði hafa varðveist án þess
að orðalagið hafi breyst til muna. Jafnframt hlýtur rithefðin að hafa blandast
sjálfum munnmælastílnum og þekking sagnamanna á bóksögunum hefur
sett sérstakan blæ á búning ævintýranna eins og annarra þjóðsagna í skrán-
ingunni. En einnig er það vitað að fullorðna fólkið skemmti sér við það í
sínum hópi allt fram á síðustu öld að segja ævintýrin og þess vegna hefur
raunveruleikinn haldist eins furðanlega í ævintýraforminu og raun ber vitni.
TMM 1995:3
47