Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 22
þar er hinu sjónræna umbreytt í hrynjandi fagurra orða, sá sem les eða
hlustar lætur sér nægja að sjá fegurðina með innri augum.
Þegar íslensk börn fengu loks í hendur myndabækur og myndskreyttar
barnabækur tengdust þau þeim off miklum tilfmningaböndum. Ég hef beðið
fullorðið fólk að lýsa einhverri myndskreytingu sem það muni eftir úr
bernsku sinni. Enginn á í vandræðum með að kalla fram í hugann mynd sem
hefur brennt sig svo fast í barnshugann að ekki þarf annað en að loka
augunum til að kalla hana fram.
Heimurinn sem mætir augum nútímabarnsins á fslandi er svo sannarlega
annar en áður var. Sjónræn áreiti mótuð af mannahöndum skella sífellt á
því. Myndir eru alls staðar; í auglýsingum, blöðum og bókum, á fatnaði og
nytjahlutum af öllu tagi. Skýringarmyndir og merki eru notuð til að flokka,
skilgreina og leiðbeina.
Mest af þessu myndræna áreiti á það sameiginlegt að standa aðeins yfir
skamma stund. Auglýsingaspjöld sjást úr bílglugga eða þegar gengið er hjá.
Myndin á sjónvarpsskjánum hverfur á augnabliki og önnur kemur í staðinn.
Blöðum, bæklingum og vörulistum er flett og síðan hent. Þær myndir sem
eru varanlegar eru fyrst og fremst myndir á veggjum híbýlanna og myndir í
bókum.
Myndskreytingin í barnabókinni er því eftir sem áður mynd barnsins
sjálfs; sú mynd sem barnið getur leitað til aftur og aftur ef það þarfnast
einhvers sem hún getur veitt því. Hún er kyrr, stöðug og óbreytanleg — í
veröld sem einkennist af brotakenndri upplifun. Það er ekki síst þess vegna
sem hún er mikilvæg enn í dag. Ofgnótt myndefnis sem ekki hvetur til
náinnar athugunar og innlifunar getur sljóvgað ekki síður en myndfátæktin
sem áður fyrr réði ríkjum.
Orðsins ríki
ísland er enn í dag fyrst og fremst ríki orðsins. Við lítum á okkur sem þjóð
ekki síður af því að við tölum sama mál heldur en af því að við byggjum sama
land. Við reynum að standa vörð um tungumálið, endurnýja það með varúð,
verja fyrir of miklum breytingum. Við ræðum um hvernig hægt sé að koma
bókmenntaarfinum til skila til nýrra kynslóða. í þessu samhengi er sjaldan
minnst á myndir, nema þá helst sem andstæðu við málið. Hinn sjónræni
þáttur í menningararfinum og umhverfinu, í því sem gerir okkur að íslend-
ingum, er sárlega vanmetinn.
Á íslandi urðu aldrei til stéttir myndlistarmanna eða handverksmanna,
engin yfirstétt var til í landinu sem gat borið uppi sérhæfða vinnu af því tagi.
20 TMM 1995:3
j