Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 10

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 10
þýðingarnar sem komu síðar út í Rógmálmi og Grásilfri; Neruda, Sandburg, Ameríka Ginsbergs, Vallejo. Uppúr þessu fer ég að lesa Suður-Ameríkumenn og Beat skáldin. Howl er tiltölulega nýkomin út. Svo kemur þetta eiginlega hvað af öðru. Hvernig kom þeim saman, Hannesi og jazzskáldunum bandarísku? Bara vel, það er margt sameiginlegt með Ginsberg og Hannesi. Báðir mælskir menn og líkingaglaðir. Reyndar held ég að Ginsberg hafi ekki orðið fyrir miklum áhrifum af jazzinum, ekki framan af að minnsta kosti, en miklu fremur frá Whitman og Gamla Testamentinu. Og Suður-Ameríkumennirnir eru ekki svo fjarri atómskáldunum, gæti vel trúað að Neruda hafi haft einhver áhrif á Sigfus Daðason, óbeint að minnsta kosti. Þannig að mér fannst mjög sjálfsagt að lesa allt þetta á sama tíma. En maður tekur eftir því að með þýðingum Dags og hans eigin kvæðum er komið nýtt málfar; Reykjavíkur- málfar. Málfar sem var mér nær. Það er viss formfesta í atómskáldunum sem var mér fjarlæg. Jóhannes úr Kötlum var um margt nær mér heldur en atómskáldin. í Annarlegum tungum er hann til dæmis miklu djarftækari en þau. Annars held ég að menn átti sig ekki á því að stóra byltingin í íslenskum skáldskap verður á 19. öldinni. Kannski vegnaþess að hún er hefðin í okkar augum og við komumþví ekki auga á byltinguna? Já, það er eins og með margar byltingar. En atómskáldin eru ekki eins róttæk og menn vilja vera láta. Með því að brjóta gegn hefðinni og lenda í allri þessari umræðu, lenda atómskáldin í baráttu við formið og það verður svo stórt atriði að þeir ná ekki að opna eins inn á yrkisefnin og leyfa sér meira í málfarinu. En auðvitað ryðja þau brautina. Dagur getur leyft sér að hverfa ff á þráhyggju þeirra með formið. Hann er götudrengurinn í íslenskri poesíu, fyrsti götudrengurinn, ef maður lítur framhjá Vilhjálmi frá Skáholti sem var bara allt annar hlutur, allt önnur kynslóð. Dagur já og Ari Jósefsson eru að fara allt aðrar leiðir en Hannes Pétursson og Þorsteinn frá Hamri sem báðir nýta sér hefðina og eru að vissu leyti afturhvarf frá atómskáldunum. Ég er að kynnast Degi um það leyti sem Níðstöng hin meiri kemur, eða 1965. Sú bók var mikil upplifun einsog Tómas Jónsson metsölubók ári síðar. Það var verið að lýsa samtímanum og að sumu leyti að gefa frat í það eldra. Var að ergja móður mína með því að þylja versjónir Dags af Davíð Stefánssyni: „Ég elska þig, ég elska þig og drulluhjallinn, Dísa.“ Þetta fór ekki vel í þá kynslóð sem ólst upp við Svartar fjaðrir. 8 TMM 1995:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.