Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 104
framandi þjóða eða minnihlutahópa án þess að eiga það á hættu að verða
andmælt,25 eins og Amal Qase hefur sýnt okkur. Önnur sjónarhorn en þau
miðlægu gegna þannig svipuðu hlutverki og rammi utan um mynd: Þau
draga athyglina að því sem er innan rammans, en um leið opinberast hvað
ekki er þar. Því eins og Edward Said segir í bók sinni The World, the Text, and
the Critic byggjast skilgreiningar á menningu á útilokun og mismunun. Ef
við íslendingar opnum ekki dyrnar fyrir fjölmenningunni hættum við á að
hugmyndalegt forræði skrásetjarans, í okkar tilfelli hvítra Vesturlandabúa,
blindi okkur og valdi þeirri kreppu í upplýsingamiðlun sem mannfræðingar
kannast svo vel við og grefur undan ,,kennivald[i] skrásetjarans11.26 Með
þessum hætti mætti færa rök fyrir því að við íslendingar lifðum í tómri
blekkingu, rétt eins og maður sem er haldinn herfilegum ranghugmyndum
um sjálfan sig og fær það aldrei óþvegið, kannski af því hann hleypir aðeins
útvöldum inn í sauðahús sitt.
Og það á meðan allt í kringum okkur er að verða til annars konar fólk og
annars konar samfélög.
1 Sbr. TMM 2.94, bls. 81: ,„,Á sama tíma“ og skilafresturinn gefur til kynna
samband (tengsl) — samband við það sem er annað, þ.e. það sem gerir annað
einstakt — snýst hann einnig og um leið um það sem koma skal, um það sem
ber að höndum án þess að hægt sé að hafa stjórn á því, um það sem kemur á óvart
og er því áríðandi og ófyrirsjáanlegt: flýtirinn sjálfur. Hugmyndin um skilaffest-
inn er þannig á sama tíma hugmynd um það sem er áríðandi, um það sem ég get
hvorki tileinkað mér né haft stjórn á, vegna þess að það er annað, öðruvísi."
2 Sbr. Toril Moi, Sexual Textual Politics, Feminist Literary Theory, London, Rout-
ledge, 1990, bls. 106-7.
3 Orientalism, New York, Vintage Books, 1979, bls. 136.
4 Sbr.T/ie Location ofCulture, London og New York, Routledge, 1994, bls. 219.
5 Þetta er í raun og veru býsna póstmódernískt umhverfi. Þannig segir J.R Lyotard
á einum stað að póstmódernísk vitneskja geri okkur móttækilegri fyrir mismun
og auki umburðarlyndi okkar gagnvart hinu ósamrýmanlega. Sjá Postmodernist
Culture eftir Steven Connor, New York, Basil Blackwell, 1989, bls. 34.
6 Harold Augenbraum, Ilan Stavans (ritstj.), Growing up Latino: Memoirs and
Stories, New York, Haughton Mifflin Company, 1993, bls. xx.
7 Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, Guðbergur Bergsson metsölubók, Reykjavík, Forlagið,
1992, bls. 190.
8 Veronica Brady, Caught in the Draught — On Contemporary Australian Culture
and Society, Sydney, Angus 8c Robertson, 1994, bls. 133.
9 Imaginary Hotnelands, London, Penguin Books, 1991, bls.149.
10 New York, Penguin Books, 1989, sjá t.d. bls. 214.
11 „Lestur var eina einkalífið“, Lesbók Morgunblaðsins, 13. okt. 1990, bls. 7. Önnur
ummæli B.M. eru sótt í þetta viðtal nema annars sé getið.
12 Sbr. Homi K. Bhabha, Location of Ciúture, bls. 225-26.
102
TMM 1995:3