Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 52
„Já, það er ágætur hvítigardur að lækna hrýtingar í fólki. Og þú
gætir læknað svolítið hana Biddu.“
„Hún Bidda er ekkert veik,“ svarar litla manneskjan.
„Jú, hún er nú veik.“
„Nei, hún er ekkert veik,“ svarar litla manneskjan svolítið vond.
„Veiztu ekki, að hún er mikið veik?“
„Nú, hvernig þá?“
„Hún þjáist af brunusótt. Hún er alltaf að bruna sér niður
stigahandriðið. Það er sjúkdómur. Það hefúr brunuvírus farið inn
í rassinn á henni. Þá verða krakkar svona. Þeir verða alltaf að vera
að bruna sér á rassinum niður handrið á stigum. Brunuvírusinn
hefur reyndar skotizt inn í rassinn á fleirum en á henni Biddu,“ og
nú horfði Sobbeggi afi þýðingarmikla horfú, eins og skáldin segja,
framan í litlu manneskjuna.
Hún glotti.1
Helsta einkenni þessa sýnis eru stuttar, snaggaralegar málsgreinar. Sobbeggi
afi leiðir lillu Heggu áfram með spurningum til að prófa þekkingu og
skilning hennar á mun „svartagardurs" og „hvítagardurs". Þau senda boltann
án afláts ff am og tilbaka. Sobbeggi notar tækifærið og baunar á Biddu systur,
en lilla Hegga er svarinn bandamaður hennar og tekur árásina óstinnt upp.
En Sobbeggi heldur áfram og kemur með ádrepu á handriðabrun, sem lýst
er sem sjúkdómi og kannski fleiri en Bidda hafi smitast. Sú stutta glottir.
Málsgreinar eru
stuttar, mest aðalsetn-
ingar og ekki verið að
teygja málið: „Hún þjá-
ist af brunusótt. Hún er
alltaf að bruna sér niður
stigahandriðið. Það er
sjúkdómur. Það hefúr
brunuvírus farið inn í
rassinn á henni. Þá verða krakkar svona.“ Hér er aðalsetningum raðað hlið
við hlið. Barnamálinu bregður fyrir (garda, ullabjökk, hrýtingar). Endur-
tekning persónufornafna: „ ... búðinni hans Silla og hatts Valda“, „hrýting-
arnar úr henni Sjóku og henni Mömmugöggu“ (skáletr.ÓGK). Tuggan
gengur sleitulaust á milli þeirra: „Hún Bidda er ekkert veik.“ „Jú, hún er nú
veik.“ „Nei, hún er elckert veik.“ „Veiztu ekki, að hún er mikið veik?“ Og loks
skot á lillu Heggu: „... og nú horfði Sobbeggi afi þýðingarmilda horfu, eins
og skáldin segja, framan í litlu manneskjuna“.
í þessu sýnishorni birtist margt af því sem er dæmigert fýrir samræður
gamla mannsins og litlu manneskjunnar. Hann reynir að teyma hana með-
50
TMM 1995:3