Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 51

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 51
orðum úr barnamáli, sem hann hefur tekið eftir litlu manneskjunni og skráð hjá sér í litla kompu. Dæmi um þetta verða nefnd hér á eftir. Sálminum um blómið má í grófum dráttum skipta í þrennt: samræður Þórbergs (Sobbeggi afa) og Helgu Jónu (lillu Heggu), frásagnir af lillu Heggu og sögur Sobbeggi afa. Samræður Sobbeggi afa og lillu Heggu Stór hluti Sálmsins eru samræður Sobbeggi afa og lillu Heggu, orðræða lærimeistara og „lærisveinku“ í klassískum stíl og dæmi eru um allt frá því snemma á miðöldum, t.d. í Elucidarius. Tilgangur þessara samræðna er að uppfræða Jitla, heimska höfuðið“ og boða lillu Heggu lífssýn og lífsvisku gamla mannsins. I fyrstu er stúlkan upplýst um einföldustu hluti, heiti dýranna og náttúru þeirra, lönd og landhætti, álfa og tröll og ytra og innra hylkið. Þá varar Sobbeggi afi hana við ýmsum hættum, syndum og löstum. Hann talar gegn ullabjökkum og persíkóla og fordæmir lygi og leti. Smám saman breytast áherslur í boðuninni og heimsmynd litlu manneskjunnar verður eilítið flóknari. Framan af eru mennirnir ýmist vondir eða góðir, síðan verða sömu einstaklingar bæði vondir og góðir, og loks mikið vondir og lítið góðir eða mikið góðir og lítið vondir. Þannig reynir Sobbeggi afi að vera þátttakandi í lífsstríði litlu manneskjunnar og aðstoða hana í glímunni við grimma og óskiljanlega veröld. Samræðurnar snúast ekki bara um uppfræðslu lillu Heggu heldur er þar einnig lýst viðbrögðum hennar við umhverfi sínu, hvernig hún miðlar reynslu sinni til Sobbeggi afa og hvernig hann bregst við hegðun hennar. Kostulegar eru lýsingarnar á því þegar Sobbeggi afi hefur sig að fífli í leitinni að Hauk sem skítti á fiðluna eða þegar hann viðhefur lævísleg ummæli um leti lillu Heggu. En lítum nú á sýnishorn úr textanum: „Mikið hlakka ég til, þegar þú ert búin að læra að garda. Hvað ætlarðu þá að garda?“ Það var litla manneskjan ekki búin að ráða við sig ennþá. „Ætlarðu að garda ullabjökk úr búðinni hans Silla og hans Valda?“ „Það er svartigardur,“ svarar litla manneskjan. „Já, það er svartigardur og meira að segja vondur svartigardur. Ég held þú ættir ekki að garda það. En þú gætir gardað hrýtingarnar úr henni Sjóku og henni Mömmugöggu.“ „Það er hvítigardur,“ segir litla manneskjan. TMM 1995:3 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.