Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Page 77

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Page 77
dvergastuttbuxurnar, fuglinn dettur úr rólunni sinni og kennslan truflast 1 skóla músanna neðst til vinstri á opnunni. Hinum megin á opnunni kemur síðan hið ógurlega Nátttröll fyrst við sögu, Dreitill segir: „Verra gat það verið. Mér datt fyrst í hug að Nátttröllið væri að banka í hausinn á mér. En svo mundi ég auðvitað að það getur ekki verið á ferli meðan sólin skín. Það yrði strax að steini ef það ræki nefið sitt ljóta út úr hellinum á svona fallegum degi...“ En það er ekki allt sem sýnist og nátttröllið er reyndar komið út úr helli sínum, ef vel er gáð má greina útlínur þess á bak við Dreitil, þótt aðrir á myndinni virðist ekki taka eftir því. Trén ein skynja hættuna, þau hafa lifnað við og á þau er kominn óttasvipur. Þetta minnir á felumyndir sem voru og eru algengar í barnabókum og tímaritum. Á slíkum myndum er hægt að greina útlínur einhvers sem ekki sést við fyrstu sýn. Þessi einhver á það iðulega sameiginlegt með Nátttröflinu að hann notar felubúning sinn til að horfa á, fylgjast með þeim sem ekki verða hans varir. Ástæða þess að Nátttröllið birtist einmitt þarna er sú að Dreitill opnar möguleikann á því að það sé til. Þarna kemur í ljós sá eiginleiki ævintýranna að þau gerast ekki fyrr en við trúum á þau, og þegar við trúum á þau getur allt gerst. Um leið og einhver fer að óttast Nátttröllið lætur það á sér kræla. Þetta skiptir töluverðu máli í Skilaboðaskjóðunni, öll ævintýri Putta verða vegna þess að hann trúir statt og stöðugt að þau geti gerst. Á þessari opnu byrja líka vísanir í aðrar sögur og ævintýri; þeir vinirnir Bangsímon og Gríslingur (Winnie the Pooh og Piglet) gægjast hvor út úr sínu trénu, og það er ekki laust við að Nátttröllið minni á skessurnar í myndskreytingu Muggs við Búkollu. Mýsnar eru enn á ferð, versla í KEA í einum trjástofninum og læra að lesa undir rótum hans. Fuglinn er dottinn úr rólunni sinni, og hérar, íkornar, skjaldbaka og nokkrir fuglar hafa bæst í hóp skógardýranna. TMM 1995:3 75
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.