Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Síða 72

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Síða 72
persónur eru svo í ýmsum hlutverkum eftir því hvernig þráðurinn spinnst. önnur algengasta gerð söguþráða í athugun Gudleivs Bo segir frá glæsi- menninu, töffaranum, sem virðist vera dæmigerður „keppinautur“ og hlýtur að eiga íjölda vinkvenna, en reynist innst inni vera dæmigerð karlhetja, feiminn og svolítið klaufalegur en afskaplega vænn piltur sem elskar kven- hetjuna innilega og er þegar allt kemur til alls besti kosturinn fyrir hana. Nikki í Bak við bláu augun þróast einmitt úr því að vera hinn dæmigerði sexí „keppinautur“ í það að verða siðleg karlhetja sögunnar. Aðal „keppinautur- inn“ sem Nikki þarf að sigra er meintur faðir Kamillu, virkilegt ódó, en stúlkan sem keppir við Kamillu um tilfinningar Nikka er Lilja, kærastan hans. Trúnaðarvinur Kamillu (sem oft reynist karlhetja í dulargervi í þessum sögum) er bróðir hennar, en Nikka megin er vinurinn Palli. Kamilla á enga bestu vinkonu, sem er óvenjulegt. Dæmigerða ástarsagan leggur ekki áherslu á kynlíf, lýsingar á því lenda úti í blómagarði hjá býflugunum. Þar brýtur Þorgrímur í bága við formúluna. Inni í völundarhúsi tilfmninga, leyndrar fortíðar, dularfúllra bréfa og svo framvegis úr stelpubókunum kemur orðalag sem stundum er beinlínis gróft (til dæmis er fólk „með njálg“ bæði á síðu 5 og 6, og það er hin prúða Kamilla sem hugsar!), og dæmigerð dagdraumasena úr karlmannabók á sér stað milli Nikka og Lilju — (Kamilla er að sjálfsögðu algerlega ósnertanleg eins og kvenhetjur ástarsagna eiga að vera). Við grípum niður í langa, ítarlega lýsinguna: Hann horfði löngunaraugum á brjóstin á henni og stinnar geir- vörturnar sem gægðust út undan skyrtunni. Hún gældi við þær en fingur hennar leituðu síðan niður að gallabuxunum. /. . ./ Hún hneppti gallabuxunum frá og renndi rennilásnum niður. /. . ./ Hún lét buxurnar falla á gólfið og steig upp úr þeim á lostafúllan hátt. /. . ./ Hún lét skyrtuna sömuleiðis falla á gólfið og strauk blíðlega upp eftir líkama sínum. Nikki dáðist að fallegum líkama hennar og hafði litla stjórn á augunum sem voru vel vakandi. (95-6) Þó það nú væri! Samtal Nikka og þjónustustúlku á kaffihúsi (88) er líka dæmigerður óskadraumur stráka. Afþreyingarbækur? Þorgrímur Þráinsson hóf feril sinn á að skrifa unglingabækur sem samein- uðu tvær formúlur að strákabókum og stelpubókum og urðu feikilega vinsælar, einkum Tár, bros og takkaskór. Árið 1992 klauf hann formúluna aftur í frumeindir sínar og skipti henni á tvær bækur. Önnur var dæmigerð 70 TMM 1995:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.