Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 89
Konan mín, Janina, kvödd
Syrgjandi konur við bálför systur.
Og eldurinn, þessi sem við horfðum á saman,
hún og ég, í hjónabandi um langt skeið,
eiðsvarin í gegn um súrt og sætt, eldur
logandi í eldstæðum um vetur, varðeldur, eldhaf brennandi borga
upprunalegur, ómengaður, frá örófi alda,
svipti á brott flæðandi hári hennar, gráu,
seildist í varir hennar og háls, slokraði hana í sig, eldur
sem á mannamáli stendur fyrir ást.
Mér stóð á sama um mannamál. Eða bænir.
Ég elskaði hana án þess að vita hver hún var í raun.
Ég olli henni sársauka, fastur í eigin hugarórum.
Hélt ffarn hjá henni með öðrum konum, og samt aðeins henni trúr.
Við gengum í gegnum mikla hamingju og óhamingju,
skilnað, undraverða endurfúndi. Og nú þessi aska.
Og sjórinn lemur ströndina þar sem ég geng um auðar götur.
Og sjórinn lemur ströndina. Og alvanaleg sorg.
Hvernig á að verjast tóminu? Hvaða afl
getur varðveitt það sem eitt sinn var, ef minningin endist ei?
Því ég man svo fátt. Það er svo fátt sem ég man.
Endurheimt augnablik auk þess eins og Dómsdagur
sem frestast dag ffá degi, kannski fyrir náð.
Eldur, ffelsunin undan þyngdarlögmálinu. Epli sem fellur ekki,
fjall sem færist úr stað. Handan eldtjaldsins
stendur lamb í haglendi hinna óbrotgjörnu forma.
Sálirnar brenna í Hreinsunareldinum. Heraclitus, óður,
horfir á eldinn svelgja í sig undirstöður heimsins.
Hvort ég trúi á upprisu holdsins? Ekki þessarar ösku.
Ég ákalla, sárbæni: náttúruöfl, leysist upp!
Umbreytist, ryðjið konungsríkinu braut!
Handan hins jarðneska elds rennið saman á ný!
TMM 1995:3
Berkeley, 1986
Pétur Gunnarsson þýddi.
87