Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 33

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 33
ingargildi sitt. Þrátt fyrir þetta ber að hafa í huga að það var eðli sagnahefð- arinnar gömlu — og á greinilega við enn þann dag í dag — að laga sögur að áheyrendum hverju sinni. Þróunin er sem sagt fullkomlega eðlileg, en blóð- takan er mikil. Hetjan send eftir konu Eins og áður segir eiga hinar illræmdu stjúpmæður það til að senda stjúpsyni sína eftir konum sem erfitt er að hafa uppi á. Margar þeirra sagna sem innihalda slíkar álagasendingar eru í raun sama eðlis og „brúðarleitarsögur“ þær sem nýlega voru teknar til rannsókna af Marianne E. Kalinke:15 The plot of the bridal-quest romances is governed throughout by the hero’s explicit or implicit efforts to attain his end, marriage with the desired maiden. Sá meginmunur er þó á þeim sögum sem Kalinke skilgreinir sem „bridal- quest romances“ og þeim sem hér eru til umljöllunar, að í þeim fyrrnefndu fara söguhetjurnar sjálfviljugar í bónorðsfarir, en í stjúpusögum eru hetjurn- ar sendar effir tilteknum konum. Minnið um álagasendingu effir konu má finna í Grógaldri ogFjölsvinnsmálum, Hálfdanar sögu Eysteinssonar, Hjálmþ- érs sögu og Ölvés, Úlfhams sögu, Álaflekks sögu, Himinbjargar sögu, Sögunni af Hermóði ogHáðvöru og Sögunni af gullvendinum.'6 Ýmis konar sendingar eru tíðar í íslenskum ævintýrum, bæði forsending- ar (þ.e. á vegum höfðingja eða annarra valdhafa, sem oftast nær vilja hetjuna feiga) og sendingar eins og hér um ræðir, þar sem hetjan er send langa hættuför í álögum. Álögin orka þá sem e.k. dáleiðsla á þolandann og leggjast á sál hans. í örfáum tilvikum er álagavaldur sendinganna ekki stjúpmóðir, s.s. í Hálfdanar sögu Eysteinssonar þar sem álagavaldur og sú kona sem hetjan er send effir eru ein og sama manneskjan. Þá má nefna að í Álaflekks sögu er álagavaldur tröllaættar, en hlutverk tröllkerlinga, galdranorna og stjúp- mæðra í ævintýrum er þó oft ast nær hið sama. Einna dæmigerðast er minnið í Hjálmþérs sögu og Ölvés, þar sem álögin eru hefnd stjúpu sem hefur verið forsmáð af stjúpsyni sínum eff ir misheppnaðar tilraunir til að ná ástum hans. Hún segir:17 ... það legg ég á þig, að þú skalt hvergi kyrr þola, hvorki nótt né dag, fyrr en þú sérð Hervöru Hundingsdóttur, nema á skipum þínum og í tjaldi. TMM 1995:3 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.