Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 83

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 83
Maddamamma vissi ekki hvaðan á hana stóð veðrið. „Þú verður að horfast í augu við raunveruleikann, Madda- mamma. Þú færð enga hjálp ffá okkur og þú sérð Putta aldrei aftur. Ævintýrareglur eru ævintýrareglur.“ Enn er það raunveruleikinn, „Þú verður að horfast í augu við raunveruleik- ann. [...] Ævintýrareglur eru ævintýrareglur.“ Hér hafa enn runnið saman heimar ævintýris og raunveruleika. Raunveruleiki Möddumömmu er orð- inn ofurseldur lögmálum ævintýra sem við lesum í bókum. Við þetta koma brestir í bjartsýni Möddumömmu í fýrsta sinn, hún grætur og með henni lítill fugl (enn minnist ég Baldurs). Þá bregður svo við að Putti birtist, að vísu bara sem skuggamynd, og hleypur í fang mömmu sinnar. Þetta er þveröfugt við skuggamyndina af Nátttröllinu á opnu 2 og norninni á opnu 6. Þau birtast um leið og einhver fer að trúa á þau, en Putti birtist sem skuggamynd til að hugga mömmu sína fýrst þegar hún hefur misst trúna á að hún hitti hann aftur nema sem tröllabrúðu. Hinum megin á opnunni tekst Dreitli skógardverg síðan að plata illþýðið til að öskra orðalykilinn í skilaboðaskjóð- una þar sem hann geymir öskrin eins og á segulbandi. Myndirnar tvær sem sýna þetta taka yfir stóran hluta opnunnar og þær fá að eiga hana svo til óskipta. Á þessari opnu eru engar hliðarsögur, mýsnar eru fjarri góðu gamni og eina skógardýrið sem er viðstatt er fuglinn sem grætur með Möddumömmu. Ástæðan liggur í augum uppi, þetta er bragðið sem allt snýst um, hér má ekkert trufla. Þarna tekst Dreitli skógardverg að beygja ævintýrareglurnar með hjálp tækninnar og fá illþýðið í sögunum til að gera gott. Samkvæmt ævintýrareglum geta þau það ekki, eins og nornin bendir réttilega á, en Dreitill kann líka reglurnar, og í þeim stendur að sá litli og klóki hefur alltaf vinninginn gegn þeim sterka og heimska. I kraffi þess og Skilaboðaskjóðunnar tekst Dreitli að fanga öskur illþýðisins og „Harka, parka inn skal arka“ er geymt í minni skjóðunnar með tröllastyrk. Illþýðið er eins og heilagur andi, í senn eitt og þrjú. Úlfurinn, stjúpan og nornin renna öll saman á myndinni, hárið á norninni og stjúpunni er alveg óaðgreinanlegt, og rennur saman við feldinn á úlfinum. Putti frelsaður, opnur 13-14 Á næstu opnu, þeirri 13., eru skógardýrin aftur komin til hjálpar þótt þau séu ekki áberandi. Vinstra megin raðast þau neðst á síðuna, og einungis tveir dvergar sjást allir, ásamt gamalli konu (hver er hún?). Á hægri síðunni eru þau hins vegar í bakgrunni og þá einungis sem skuggamyndir. Textaflekinn er í aðalhlutverki á vinstri síðunni, en á þeirri hægri eru það Maddamamma, TMM 1995:3 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.