Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Qupperneq 83
Maddamamma vissi ekki hvaðan á hana stóð veðrið.
„Þú verður að horfast í augu við raunveruleikann, Madda-
mamma. Þú færð enga hjálp ffá okkur og þú sérð Putta aldrei aftur.
Ævintýrareglur eru ævintýrareglur.“
Enn er það raunveruleikinn, „Þú verður að horfast í augu við raunveruleik-
ann. [...] Ævintýrareglur eru ævintýrareglur.“ Hér hafa enn runnið saman
heimar ævintýris og raunveruleika. Raunveruleiki Möddumömmu er orð-
inn ofurseldur lögmálum ævintýra sem við lesum í bókum. Við þetta koma
brestir í bjartsýni Möddumömmu í fýrsta sinn, hún grætur og með henni
lítill fugl (enn minnist ég Baldurs). Þá bregður svo við að Putti birtist, að vísu
bara sem skuggamynd, og hleypur í fang mömmu sinnar. Þetta er þveröfugt
við skuggamyndina af Nátttröllinu á opnu 2 og norninni á opnu 6. Þau
birtast um leið og einhver fer að trúa á þau, en Putti birtist sem skuggamynd
til að hugga mömmu sína fýrst þegar hún hefur misst trúna á að hún hitti
hann aftur nema sem tröllabrúðu. Hinum megin á opnunni tekst Dreitli
skógardverg síðan að plata illþýðið til að öskra orðalykilinn í skilaboðaskjóð-
una þar sem hann geymir öskrin eins og á segulbandi.
Myndirnar tvær sem sýna þetta taka yfir stóran hluta opnunnar og þær fá
að eiga hana svo til óskipta. Á þessari opnu eru engar hliðarsögur, mýsnar
eru fjarri góðu gamni og eina skógardýrið sem er viðstatt er fuglinn sem
grætur með Möddumömmu. Ástæðan liggur í augum uppi, þetta er bragðið
sem allt snýst um, hér má ekkert trufla. Þarna tekst Dreitli skógardverg að
beygja ævintýrareglurnar með hjálp tækninnar og fá illþýðið í sögunum til
að gera gott. Samkvæmt ævintýrareglum geta þau það ekki, eins og nornin
bendir réttilega á, en Dreitill kann líka reglurnar, og í þeim stendur að sá litli
og klóki hefur alltaf vinninginn gegn þeim sterka og heimska. I kraffi þess
og Skilaboðaskjóðunnar tekst Dreitli að fanga öskur illþýðisins og „Harka,
parka inn skal arka“ er geymt í minni skjóðunnar með tröllastyrk.
Illþýðið er eins og heilagur andi, í senn eitt og þrjú. Úlfurinn, stjúpan og
nornin renna öll saman á myndinni, hárið á norninni og stjúpunni er alveg
óaðgreinanlegt, og rennur saman við feldinn á úlfinum.
Putti frelsaður, opnur 13-14
Á næstu opnu, þeirri 13., eru skógardýrin aftur komin til hjálpar þótt þau
séu ekki áberandi. Vinstra megin raðast þau neðst á síðuna, og einungis tveir
dvergar sjást allir, ásamt gamalli konu (hver er hún?). Á hægri síðunni eru
þau hins vegar í bakgrunni og þá einungis sem skuggamyndir. Textaflekinn
er í aðalhlutverki á vinstri síðunni, en á þeirri hægri eru það Maddamamma,
TMM 1995:3
81