Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 56
„Vertu mér syndugri líknsamur!“ segir konan, sem átti lötu stelp-
una, og krossar sig.
„Ég heyri í mörgum flugvélum hér upp yfir,“ segir maðurinn úr
Kamp Ox, sem átti strákinn, sem pissaði undir.5
Eftirminnileg er líka frásögnin af rauðklædda piltkálfinum og lambstúlk-
unni sem felldu hugi saman á Hala. Hún er löng og ítarleg, með samtölum
og hárri dramatík. Það er aðdáunarvert hvernig Þórbergur getur spunnið
langa atburðarás og gætt hana spennu og skáldlegu flugi úr jafnhversdags-
legum efnivið og „ástum“ tveggja húsdýra á Hala.
Barnabók eða... ?
Sálmurinn um blómið er ekki venjuleg barnabók, og ekki „fullorðinsbók“
heldur, þótt í henni felist skírskotanir til hvors tveggja flokka bókmennta.
Nálgunin við barnabókmenntirnar felst í efniviðnum, frásögninni af lífi og
uppvexti litlu manneskjunnar, svo og málfari textans. Umfjöllunin um
stjórnmál, álfatrú, trúarbrögð og listir er vísun á samsvarandi efhi í öðrum
ritum Þórbergs. En Sálmurinn er umfram allt algjörlega einstakt og frumlegt
verk. Ekkert líkt þessu hefur verið ritað á íslandi, hvorki fyrr né síðar. Það er
nánast vonlaust að reyna að skipa ritinu með einhverjum tilteknum flokki
bókmennta sökum þess hvernig þar er fjallað um gamla manninn, hvernig
verkið skírskotar til fyrirbæra í þjóðlífmu og til fyrri verka Þórbergs, og hvaða
tökum höfundurinn fer um efnivið sinn.
Er hægt að greina einhvern rauðan þráð í verkinu? Er þar lýst samfelldri
þróun ffá fullkominni fáfræði til útskriftar úr skóla meistara Þórbergs? Er
stígandi í ritinu?
Hinn rauði þráður verksins, sá eðalmálmur sem glittir í við hvert fótmál,
er heimsmynd og umhverfi Þórbergs Þórðarsonar. Til þess að lesendur geti
haft gaman af lestri ritsins þurfa þeir að þekkja til verka Þórbergs, hugmynda
hans og sérvisku. Viðtalsbók Matthíasar Johannessen við Þórberg, 1 komp-
aníi við allífið, sem kom út árið 1959, veitir einkar góða innsýn í hugmynda-
fræði meistarans og er góður undirbúningur fyrir þá sem vilja lesa Sálminn
um blómið.
Frásögnin af uppvexti litlu manneskjunnar er rökleg og samfelld framan
af, en síðan dettur þráðurinn niður og er ekki gott að átta sig á því á hvaða
aldursskeiði hún er hverju sinni. Styrkur sögunnar er fólginn í því hug-
myndalega samhengi sem við tekur þegar aldursviðmiðanir verða óljósar.
Maður fýlgist glöggt með því hvernig uppfræðslan tekur mið af þroska lillu
54
TMM 1995:3