Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Page 56

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Page 56
„Vertu mér syndugri líknsamur!“ segir konan, sem átti lötu stelp- una, og krossar sig. „Ég heyri í mörgum flugvélum hér upp yfir,“ segir maðurinn úr Kamp Ox, sem átti strákinn, sem pissaði undir.5 Eftirminnileg er líka frásögnin af rauðklædda piltkálfinum og lambstúlk- unni sem felldu hugi saman á Hala. Hún er löng og ítarleg, með samtölum og hárri dramatík. Það er aðdáunarvert hvernig Þórbergur getur spunnið langa atburðarás og gætt hana spennu og skáldlegu flugi úr jafnhversdags- legum efnivið og „ástum“ tveggja húsdýra á Hala. Barnabók eða... ? Sálmurinn um blómið er ekki venjuleg barnabók, og ekki „fullorðinsbók“ heldur, þótt í henni felist skírskotanir til hvors tveggja flokka bókmennta. Nálgunin við barnabókmenntirnar felst í efniviðnum, frásögninni af lífi og uppvexti litlu manneskjunnar, svo og málfari textans. Umfjöllunin um stjórnmál, álfatrú, trúarbrögð og listir er vísun á samsvarandi efhi í öðrum ritum Þórbergs. En Sálmurinn er umfram allt algjörlega einstakt og frumlegt verk. Ekkert líkt þessu hefur verið ritað á íslandi, hvorki fyrr né síðar. Það er nánast vonlaust að reyna að skipa ritinu með einhverjum tilteknum flokki bókmennta sökum þess hvernig þar er fjallað um gamla manninn, hvernig verkið skírskotar til fyrirbæra í þjóðlífmu og til fyrri verka Þórbergs, og hvaða tökum höfundurinn fer um efnivið sinn. Er hægt að greina einhvern rauðan þráð í verkinu? Er þar lýst samfelldri þróun ffá fullkominni fáfræði til útskriftar úr skóla meistara Þórbergs? Er stígandi í ritinu? Hinn rauði þráður verksins, sá eðalmálmur sem glittir í við hvert fótmál, er heimsmynd og umhverfi Þórbergs Þórðarsonar. Til þess að lesendur geti haft gaman af lestri ritsins þurfa þeir að þekkja til verka Þórbergs, hugmynda hans og sérvisku. Viðtalsbók Matthíasar Johannessen við Þórberg, 1 komp- aníi við allífið, sem kom út árið 1959, veitir einkar góða innsýn í hugmynda- fræði meistarans og er góður undirbúningur fyrir þá sem vilja lesa Sálminn um blómið. Frásögnin af uppvexti litlu manneskjunnar er rökleg og samfelld framan af, en síðan dettur þráðurinn niður og er ekki gott að átta sig á því á hvaða aldursskeiði hún er hverju sinni. Styrkur sögunnar er fólginn í því hug- myndalega samhengi sem við tekur þegar aldursviðmiðanir verða óljósar. Maður fýlgist glöggt með því hvernig uppfræðslan tekur mið af þroska lillu 54 TMM 1995:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.