Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 107

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 107
Það er kannski óþarfi að nefna það hér — eftir það sem á undan er sagt — að ég hef aldrei verið neitt sérlega spenntur fyrir verkum Svövu Jakobs- dóttur. Kannski er það vegna þess að mér hefur fundist ég vita nógu mikið um höfundarverk hennar, ég þyrffi ekki að lesa bækurnar því ég vissi hvað stóð í þeim, hefði þannig ekkert þangað að sækja. Ekki skorti mig samúð með málstað kvenna og varla verð ég sakaður um að hafa talist sérlegur baráttumaður fyrir her á Miðnesheiði en mér fannst Leigjandinn hafa yfir sér þvílíkan trúboðskeim að ég hafði ákaflega takmarkaðan áhuga á að renna yfir söguna. Það var mjög merkileg reynsla að lesa loksins sjálft verkið á vormánuðum 1994 og uppgötva hversu viðtökur bókarinnar hafa verið bundnar samtíma sínum. Sálarlíf íslenskrar þjóðar Leigjandinn fjallar í stuttu máli um hjón, Pétur og konu hans, sem búa í leiguhúsnæði en eru að byggja. Vart þarf að taka fram að þau hafa ekki efni á að ljúka byggingunni. Kona Péturs, sem aldrei fær nafn í sögunni, er heimavinnandi. Dag einn er bankað á dyr og inn gengur ókunnur maður án þess að segja orð. Hann sest upp hjá þeim án þess að þau hreyfi við neinum mótmælum. Hann býr um sig á sófa í forstofunni, enda frábiður hann sér að nokkuð sé haft fyrir honum, hann vill að komið sé fram við hann eins og venjulegt heimilisfólk. Upp frá þessu fer lífið á heimilinu að snúast um þennan óboðna gest — leigjanda — hann stendur vörð í forstofunni og ræður því hvort nokkrum sé hleypt inn. Hjónin verða einnig háð honum íjárhagslega en hann hjálpar þeim að ljúka við húsbygginguna. Þegar þau flytja inn fara Pétur og leigjandinn að renna saman og enda sem einn maður með tvö höfuð, fjórar hendur en aðeins tvo fætur. í lokin kveður síðan annar ókunnur maður dyra og þegar konan ætlar að ljúka upp fyrir honum verður handleggur hennar steinrunninn. Þegar Leigjandinn kom út 1969 þótti merking sögunnar harla einföld og augljós. Tveimur árum síðar skrifaði Njörður P. Njarðvík3 grein þar sem hann túlkar söguna sem allegoríu eða dæmisögu um bandaríska herinn í Keflavík. Þetta hefur, a.m.k. í mínum augum, verið hin endanlega túlkun á Leigjandanum, — túlkun sem komið hefur í stað skáldverksins. Njörður hefúr mál sitt á tilvitnun í viðtal við Svövu sem birtist í Alþýðu- blaðinu 13. maí 1971. Þar segir hún: „Ég lít svo á að bókin spegli sálarástand þeirra sem venjast á það að vera undir verndarvæng, sem verða ósjálfstæðir í afstöðu sinni vegna þess að öll ábyrgð er ffá þeim tekin. Ég á þar við sálarlíf TMM 1995:3 105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.