Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 111

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 111
í skugga paranojunnar Leigjandinn tekur að sér varnir heimilisins, ef svo má segja, því að þegar barið er að dyrum breytist ásjóna hans, hún verður öll hörkulegri og full tor- tryggni, — hann er nefnilega sjálfur enn meira paranoíd en konan. Hann byrjar raunar á því þegar hann kemur inn á heimilið að kanna traustleika útidyrahurðarinnar og býr svo um sig í forstofúnni. Konan finnur að hún er á valdi leigjandans, hann ákveður hvort farið er til dyra og hverjum hleypt inn og við það fyllist hún beiskju: „Hún hafði þó ætíð verið vön að fara til dyra. Færi maður ekki til dyra hvernig átti maður þá að þekkja hættuna? í óvininum er eina öryggi hins öryggislausa fólgið“ (39). í öryggisleysinu má alltaf reiða sig á óvininn sem situr um líf manns en þegar hann er horfinn er ómögulegt að vita hvað beri að varast, hvar hættan liggur og við förum að leita nýrra fjenda, rétt eins og Vesturlönd nú: hvern eigum við að óttast þegar rússneski björninn er orðinn að kjölturakka á heimili okkar? Öryggisleysinu fylgir því að vera stöðugt á varðbergi, að gefa ekki höggstað á sér og hér dugir „það eitt að vantreysta reynslu sinni og vera ætíð viðbúinn blekkingu“ (28). Jafnvel þótt leigjandinn sé kominn inn á heimilið og standi vörð þýðir það ekki að það þurfi ekki að vara sig á honum, — maður má ekki afhjúpa eigin veikleika frammi fyrir honum. I þessu sambandi skiptir vitaskuld miklu máli að fara varlega á salerninu. Konan hlustar með eyrum leigjandans á allt sem hún aðhefst þar og gerir allar kúnstir til að leika á hann. Hún hættir til dæmis að taka tappann úr baðinu um leið og hún fer upp úr því heldur gerir það þegar hún er búin að klæða sig: „Og þegar loftþung ólgan í frárennslispípunum leiddi hann til þess að halda að nú væri hún að stíga vot og nakin upp úr baðinu þá hafði hún blekkt hann og stóð alklædd á miðju gólfi.“ (67) Þannig sér konan sig sífellt með augum annarra, veltir stöðugt fyrir sér hvernig athafnir hennar verka á aðra og hvað þeir lesa úr þeim og heldur að auki að allir vaki yfir hverju fótmáli hennar. Hamingja hennar virðist byggj- ast á því hvernig hún lítur út í augum annarra, ef aðrir trúa því að hún geti eitthvað, þá getur hún það: „Trú annarra mundi gera hana frjálsa.“ (47) Pétur er þessu sama marki brenndur. Hann er haldinn þessu sama örygg- isleysi og um leið vanmætti gagnvart því að standa undir þeim kröfum sem samfélagið gerir á hendur honum. Nýja húsið er manndómspróf hans, — hann verður ekki maður með mönnum fýrr en hann á sitt eigið einbýlishús sem hann getur verið stoltur af. Það sýnir að Pétur er ekki nógu góð fyrirvinna að þau skuli búa í leiguhúsnæði og þegar uppgjöfin leitar á hann sækir hann styrk og öryggi í kynlíf með eiginkonunni. Það gerist þannig í sögunni: Hún gefur honum brjóst og á eftir er hann öruggur og áhyggjulaus, TMM 1995:3 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.