Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Side 28

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Side 28
rétt væri að greina stjúpu- og álagaminnið niður í tvær gerðir, sem greinir á um ýmsa afgerandi þætti. Gerðirnar eru: vonda stjúpan og ástleitna stjúpan. Það sem einkennir vondu stjúpuna er að henni líkar ekki við stjúpbarn / -börn af einhverri ástæðu og leggur á þau eða gerir þeim annan miska. Ástleitna stjúpan hins vegar, eins og auðkenni hennar ber með sér, leitar ásta við stjúpson sinn. Hún leggur á hann vegna höfnunar og felast álög hennar stundum í sendiför eftir ákveðinni konu.2 Sameiginleg einkenni hafa þó báðar gerðirnar: hin illa stjúpa er forsenda sögunnar og álög hennar sá kraftur sem rekur atburði áfram. Aukþessarar grunnflokkunar hef ég skipt minninu sjálfu niður í fimmtán liði eða hlutverk. Flest hlutverkin hafa undirflokka, því að sögurnar innihalda mismunandi aukaminni (eða afbrigði), sem þó geta gegnt sama hlutverki. Fyrstu tólf liðirnir tilheyra „stjúpuminninu“. Þeir segja sögu stjúpunnar fyrir vendipunktinn, þ.e. álögin eða illvirkin. Þrír síðustu liðirnir innihalda svo sjálfan álaga- eða illvirkjaþáttinn. Samkvæmt þessum fimmtán hlutverkum hef ég greint flestöll íslensk stjúpuævintýri sem innihalda þrjú eða fleiri hlutverk. Tilgangurinn með þessari sundurgreiningu var að auðvelda sam- anburð ævintýranna, enda má af þessu rekja skyldleika milli sagnanna, auk þess sem kerfisbundin uppbygging ævintýranna liggur ljósari fyrir en ella. Flokkunin er sem hér segir:3 Stjúpuminnið: 1. Kóngur og drottning eiga a) son. b) dóttur. c) fleiri en eitt barn. 2. Drottning deyr a) vegna sóttar. b) af ónefndum ástæðum. 3. Kóngur syrgir mjög og a) sinnir ekki ríkisstjórn. b) situr á haugi drottningar. c) harmar drottningu með öðru móti. 4. Ráðgjafar biðja kóng / bjóðast til að leita nýrrar konu. 5. a) Ráðgjafar eru sendir í konuleit. b) Kóngur fer sjálfúr í konuleit. c) Kóngur fær konu án leitar (eða leit ekki tiltekin). d) Konan kemur sjálf til kóngs. 6. Kóngsmenn fá myrkur (þoku) og hafvillur og a) lenda á eyju. b) koma að óþekktu landi. 26 TMM 1995:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.