Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 71
og finna fyrir frelsinu sem felst í því. Mér finnst gott að snerta fólk
til þess að sýna því að mér þyki vænt um það —“ (137)
Binni er ólíkur Kidda, miklu „stelpulegri" strákur, frumkvæðislítill og veik-
lundaður, en hentar Sólu vel sem er sterki aðilinn í sögunni og leysir öll
vandamálin sem þar koma upp, stór og smá. Hér hefur Þorgrímur tekið skref
lengra í átt að dæmigerðum stelpubókum, en það sem skilur Spor í myrkri
ffá þeim er berorður stíllinn sem gæti laðað að karlkyns lesendur. Hann er
ólíkur og ólíkt hressilegri en ástarsagnastíllinn. Hér segir aukapersónan
Trausti frá atviki í boltaleik:
„Þjálfarinn skildi heldur ekkert í því af hverju varnarsleðinn komst
upp með þetta og ráðlagði mér að klípa almennilega í punginn á
honum næst þegar hann byrjaði að tuddast í mér. Gaurinn hélt
uppteknum hætti þannig að þegar ég sá mér leik á borði bjó ég mig
undir að klípa hann eins fast og ég gat. Og ég reyndi að klípa. Ég
hélt að ég myndi missa andlitið á staðnum því hann var ekki með
neinn pung. Ég fann ekki nokkurn skapaðan hlut.“ (14-15)
I framhaldi frásagnarinnar kemur fram að „Nonni“ klípur líka „þennan
punglausa“ og grípur sömuleiðis í tómt, vegna þess að „Gæinn var stelpa,
maður“! Eins og fyrr kom fram með tröllskessuna sem lagði Kidda í glímu
og líka í sambandi við Fjólu sem kemur frá Egilsstöðum í heimsókn til Skapta
í Mitt er þitt, hafa persónur Þorgríms horn í síðu líkamlega sterkra kvenna.
Feitt fólk þykir einnig ógeðslegt í þessum sögum; viðbjóðurinn á því nær
hámarki í lýsingu á tvíburasystrum á dansleik í Bak við bláu augun.
Ástarsaga
Bak við bláu augun er ef eitthvað er ennþá dæmigerðari ástarsaga fyrir ungar
stúlkur en Spor í myrkri. Kamilla, sextán ára, hlédræg, siðlát og undurfögur
stúlka í MR, heillar bekkjarbróður sinn, töffarann Nikka, sem framan af
dreymir drauma um ríkidæmi og frama í bissness og er á föstu með glæsipíu
úr Versló, en étur að lokum spakur úr lófa Kamillu.
Bak við bláu augun fellur vel að lýsingum Gudleivs Bo á formúlum
ástarsagna. Söguþráður þeirra liggur ævinlega frá einmanaleika og ástleysi
til hamingju í ástum, segir hann. Samkeppni og metingur keppinauta er ekki
aðalatriði í þeim heldur að afhjúpa raunverulegt eðli persónanna og láta
reyna á tilfmningaböndin milli þeirra. Markmiðið er auðvitað að fxnna rétta
manninn fyrir kvenhetjuna.
Fastar persónur í ástarsögum eru þrjú „pör“: kvenhetjan og karlhetjan,
keppinautarnir, oft mjög sexí, og vinirnir, afskaplega tryggir og góðir. Þessar
TMM 1995:3
69