Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 71

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 71
og finna fyrir frelsinu sem felst í því. Mér finnst gott að snerta fólk til þess að sýna því að mér þyki vænt um það —“ (137) Binni er ólíkur Kidda, miklu „stelpulegri" strákur, frumkvæðislítill og veik- lundaður, en hentar Sólu vel sem er sterki aðilinn í sögunni og leysir öll vandamálin sem þar koma upp, stór og smá. Hér hefur Þorgrímur tekið skref lengra í átt að dæmigerðum stelpubókum, en það sem skilur Spor í myrkri ffá þeim er berorður stíllinn sem gæti laðað að karlkyns lesendur. Hann er ólíkur og ólíkt hressilegri en ástarsagnastíllinn. Hér segir aukapersónan Trausti frá atviki í boltaleik: „Þjálfarinn skildi heldur ekkert í því af hverju varnarsleðinn komst upp með þetta og ráðlagði mér að klípa almennilega í punginn á honum næst þegar hann byrjaði að tuddast í mér. Gaurinn hélt uppteknum hætti þannig að þegar ég sá mér leik á borði bjó ég mig undir að klípa hann eins fast og ég gat. Og ég reyndi að klípa. Ég hélt að ég myndi missa andlitið á staðnum því hann var ekki með neinn pung. Ég fann ekki nokkurn skapaðan hlut.“ (14-15) I framhaldi frásagnarinnar kemur fram að „Nonni“ klípur líka „þennan punglausa“ og grípur sömuleiðis í tómt, vegna þess að „Gæinn var stelpa, maður“! Eins og fyrr kom fram með tröllskessuna sem lagði Kidda í glímu og líka í sambandi við Fjólu sem kemur frá Egilsstöðum í heimsókn til Skapta í Mitt er þitt, hafa persónur Þorgríms horn í síðu líkamlega sterkra kvenna. Feitt fólk þykir einnig ógeðslegt í þessum sögum; viðbjóðurinn á því nær hámarki í lýsingu á tvíburasystrum á dansleik í Bak við bláu augun. Ástarsaga Bak við bláu augun er ef eitthvað er ennþá dæmigerðari ástarsaga fyrir ungar stúlkur en Spor í myrkri. Kamilla, sextán ára, hlédræg, siðlát og undurfögur stúlka í MR, heillar bekkjarbróður sinn, töffarann Nikka, sem framan af dreymir drauma um ríkidæmi og frama í bissness og er á föstu með glæsipíu úr Versló, en étur að lokum spakur úr lófa Kamillu. Bak við bláu augun fellur vel að lýsingum Gudleivs Bo á formúlum ástarsagna. Söguþráður þeirra liggur ævinlega frá einmanaleika og ástleysi til hamingju í ástum, segir hann. Samkeppni og metingur keppinauta er ekki aðalatriði í þeim heldur að afhjúpa raunverulegt eðli persónanna og láta reyna á tilfmningaböndin milli þeirra. Markmiðið er auðvitað að fxnna rétta manninn fyrir kvenhetjuna. Fastar persónur í ástarsögum eru þrjú „pör“: kvenhetjan og karlhetjan, keppinautarnir, oft mjög sexí, og vinirnir, afskaplega tryggir og góðir. Þessar TMM 1995:3 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.