Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 126

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 126
hendur það þarfaverk að flytja heim vík- ingaaldar nær ungu fólki. Það hafa ekki margir landar hennar gert á undan henni, þótt undarlegt sé — við höfum alltaf verið dálítið feimin við að vinna með arfleifð bókmennta og sögu og vonað í lengstu lög að krakkarnir læsu bara „Islendingasögurnar sjálfar“. Þó hafa einstakar bækur komið út, til dæm- is skrifaði Guðlaug Richter tvær prýði- legar bækur fyrir fáeinum árum. Að minnsta kosti önnur þeirra, Sonur Sig- urðar( 1987), ætti að lifa áfram. Við Urðarbrunn og Nornadómur ger- ast á fyrstu öld íslandsbyggðar og hefjast í ónefhdu héraði á Suðurlandi. Þar er höfð- ingi Þórólfur Þórisson, norskættaður vík- ingur. Hann býr búi sínu á bænum Reykjavöllum og hefur geysimargt í heim- ili, fjölskyldu sína, fjarskyldari ættingja, leysingja og marga þræla, flesta ffá írlandi. Að Reykjavöllum flýr hetja bókanna, stúlkan Korka, í byrjun sögunnar, eftir að snjóflóð hefur lagt heimili hennar í rúst og drepið allt heimafólk nema hana. Hún er fimmtán ára og hefur valist til lífs. Meðal heimilismanna Þórólfs er móðir hans, Úlfbrún Kolsdóttir, kölluð forna, enda bæði fjörgömul og fjöl- kunnug. Strax og þær hittast heillast gamla konan af hinni ungu og velur hana sem sinn rekkjunaut og vinnufé- laga. I þriðja sinn er Korka útvalin þegar Úlfbrún fer að kenna henni að ráða rún- ir til að hún geti tekið við hinum dulda menningararfi. Lesendum er þá orðið ljóst að Korku hlýtur að vera ætlað stórt hlutverk í lífinu. Korka áttar sig fljótlega á því að hún er laundóttir Þórólfs. Móðir hennar var írsk ambátt sem hann hafði með sér úr víkingaferð til írlands og unni hugást- um, en sendi burt af heimilinu til að halda friðinn við konu sína, eins og Höskuldur Dala-Kollsson gerir í Lax- dælu. Þegar Gunnhildur, skilgetin dóttir Þórólfs, verður ólétt effir samískan smiðjuþræl býðst Korka til að hjálpa henni að leyna þunguninni og þykjast sjálf eignast barnið. Þetta gengur vonum framar. Svo er Korku nauðgað í brúð- kaupi Gunnhildar og Gunnbjörns Vest- firðings og hún neyðist til að drepa árásarmanninn til að hann komi ekki upp um Gunnhildi og mannvillu þeirra hálfsystra. Morðið kemst upp og Korka verður að flýja land til að bjarga lífi sínu. Fyrra bindið endar í Danmörku og seinna bindið fylgir ævintýrum hennar áfram þar, í Suðureyjum, Orkneyjum og Skotlandi, og loks aftur heima á íslandi. Stór hluti sögu Korku gerist sem sagt erlendis, og hápunktur hennar er þegar Korka notar spádómsgáfú sína til að koma í veg fyrir mannfreka orrustu milli Torf-Einars Orkneyjajarls og Haralds hárfagra. Þetta höfðu örlaganornirnar við Urðarbrunn séð fýrir við fæðingu hennar og þess vegna hefúr hún (og ýmsir aðrir) mátt þola allt sem á undan hefúr gengið. Mottó verksins gæti verið þessi orð Úlfbrúnar: „Það verður að taka því sem örlaganornirnar ákveða. Við höfum ekki áhrif á hvernig þær slá vef sinn og það er tilgangslaust að brjótast um.“ (Við, 23) Gallinn er sá að þessi hápunktur er afgreiddur á fáeinum síð- um og verður varla nógu rismikill eftir allan undirbúninginn og forboðana. Skítt er til dæmis að rúnirnar skuli hvað eftir annað boða lát manns sem engin saga reynist fara af önnur en sú að Korka sér hann tekinn af lífi. Hreyfiaflið í lífi Korku er ástríðufull þrá eftir frelsi, og það hlýtur hún að lokum. Þetta er hetjusaga stúlku sem er fædd í ánauð en losnar úr henni fýrir eigið vit og viljastyrk og fær þar að auki góðan eiginmann, börn og gott bú. Fræðsla um víkingaöld Höfundur hefur unnið heimavinnuna sína ágætlega og leggur sig fram um að sýna í texta sínum lifandi og raunsæjar 124 TMM 1995:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.