Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 74
reyndar dálítið erfitt með að tjá sig og þuríti sinn tíma til þess,“ segir um
bróður Kamillu ofarlega á 84, og nokkrum línum neðar kemur um sama:
„Hann hafði yfirleitt mikla þörf fyrir að tjá sig en það tók sinn tíma.“
í löngum lýsingum og útskýringum á vangaveltum persóna um menn og
málefni eru iðulega mótsagnir og þversagnir, sjá til dæmis bls. 38-9, 93 og
135 í Bak við bláu augun. Áráttan að útskýra út í hörgul allt sem er gert og
sagt leiðir þar og víðar út í ógöngur.
Myndmál ræður Þorgrímur misvel við og stundum verða samlíkingar
klaufalegar: >vAndrea æddi áffam eins og hún fengi borgaða háa fjárfúlgu fýrir
hvert skref sem hún tók“ (42). „Hún fékk það á tilfinninguna að hún væri með
lykil að fortíðinni sem væri í þann mund að knýja dyra í lífi hennar“ (136).
Þessi dæmi eru öll úr Bak við bláu
augun þótt auðvelt hefði verið að finna
dæmi í hinum bókunum líka. Þetta er
með vilja gert vegna þess að um margt er
Þorgrímur með verðugt viðfangsefni í
Bak við bláu augun sem hefði átt skilið
vandaðri úrvinnslu. Að vísu er svolítið
hlægilegur Hollywood-bragur á sögunni,
einkum lausn vandans, en persóna Ka-
millu og umhyggja hennar fyrir bróður
sínum, barátta hennar við ódóið föður
sinn og óhamingja móðurinnar sem seint og um síðir hefur samband úr gröf
sinni eru uppistaða í betri bók en út kom.
Þorgrímur skuldar lesendum sínum og aðdáendum meiri virðingu og
traust, en þegar honum tekst best upp sýnir hann að hann er alveg borgun-
armaður fyrir þeirri skuld.
Heimildir
Bækur Þorgríms eru gefnar út af bókaútgáfunni Fróða í Reykjavík. Hér er
aðeins rætt um unglingabækur hans, en barnabækur hans eru Lalli Ijósastaur
(1992), Amó Amas (1994) og Kvöldsögur (1994).
Verk Gudleivs Bo sem hér voru höfð til hliðsjónar eru doktorsrit hans:
Populærlitteratur og kjonsroller. To populœrfiksjoner i retorisk og historisk
perspektiv. Oslo 1991; fyrirlesturinn á IASS-þinginu 1994: „Incompatible
Fantasies. Popular Fictions for Men and Women. A Comparison“; og loks
bæklingurinn Margit Sandemo. Oslo 1994.
72
TMM 1995:3