Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Side 96

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Side 96
ákaflega flókið. Rose Hsu Jordan er gott dæmi. Hún skilur við lækninn Ted, sem er hvítur og hafði gifst henni í blóra við vilja foreldra sinna. En Rose týnir sjálfri sér í sambandinu, hún fellur einhvern veginn milli skips og bryggju: í áranna rás lærði ég að velja bestu skoðanirnar úr. Kínverjar höfðu kínverskar skoðanir. Bandaríkjamenn höfðu bandarískar skoðanir. Og í langflestum tilvikum var bandaríska útgáfan miklu betri. Það var ekki fyrr en seinna sem ég sá alvarlegan meinbug á bandarísku útgáfunni. Hún fól í sér of marga valkosti og þar af leiðandi gat maður hæglega tapað áttum og valið vitlaust. Það fannst mér eiga við um okkur Ted. (133) Það er í rauninni engin leið út úr þessum þýðingaraunum, lífið er eilíf samningalota fyrir fólk í þessari stöðu, eilíf glíma við menninguna, rétt eins og innflytjandinn slæst stöðugt við orðin í nýja tungumálinu; tillærðu orðin verða seint eða aldrei ómeðvitaður hluti af honum, að minnsta kosti ekki ef hann nemur land á fullorðinsaldri, þá þarf tunga hans að læra að feta sig eftir torkennilegum krákustígum. Þessu má ef til vill líkja við að rétthendur maður missi skyndilega sína hægri hönd og þurfi að læra að bjargast við þá vinstri. í slíkum átökum framandgerist það hversdagslega í kringum okkur, verður sýnilegt, en því er sjaldnast til að dreifa eins og margur hefur bent á og heilar bókmenntastefnur sprottið af. „Ég vildi að börnin mín fengju bestu blönduna — bandarískar aðstæður og kínverska skapgerð. Hvernig átti ég að vita að þetta tvennt fer ekki saman?“ kvartar ein móðirin í Leik hlæjandi láns( 177). Kúbansk-bandaríski höfundurinn Oscar Hijuelos beitir dauðanum á táknrænan hátt í Pulitzerverðlaunasögunni The Mambo Kings Play Songs of Love (1989). Sú bók fjallar um kúbönsku tónlistarmennina Cesar og Nestor sem mambóæðið fleytir til Bandaríkjanna. Cesar, kóngurinn fífldjarfi, fer frá konu og barni á Kúbu og lifir hinu Ijúfa lífi í Ameríku. Nestor er andstæða hans, íhugull og fámáll og fer með ástarsorg í farteskinu frá Kúbu. í nýja landinu semur hann 22 útgáfur af sama laginu, „Beautiful María of My Soul“, til konunnar sem brást honum. Þó giftist hann í Bandaríkjunum og eignast börn. Það má líta á þá bræðurna sem sitthvora hliðina á sama peningnum. Freistandi er að slá því föstu að táknmið fortíðarþrár Nestors, („hins vitra öldungs"), sem birtist í þránni eftir Maríu, sé kúbanski menningararfurinn, enda heldur hann vissulega lífinu í bræðrunum framan af í gegnum mambó- tónlistina og er þeim þannig bæði móðir og ástkona. Eða, eins og segir í tilvitnun í texta á plötuumslagi Mambó kónganna fremst í bókinni: „Ef þú 94 TMM 1995:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.