Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Page 89

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Page 89
Konan mín, Janina, kvödd Syrgjandi konur við bálför systur. Og eldurinn, þessi sem við horfðum á saman, hún og ég, í hjónabandi um langt skeið, eiðsvarin í gegn um súrt og sætt, eldur logandi í eldstæðum um vetur, varðeldur, eldhaf brennandi borga upprunalegur, ómengaður, frá örófi alda, svipti á brott flæðandi hári hennar, gráu, seildist í varir hennar og háls, slokraði hana í sig, eldur sem á mannamáli stendur fyrir ást. Mér stóð á sama um mannamál. Eða bænir. Ég elskaði hana án þess að vita hver hún var í raun. Ég olli henni sársauka, fastur í eigin hugarórum. Hélt ffarn hjá henni með öðrum konum, og samt aðeins henni trúr. Við gengum í gegnum mikla hamingju og óhamingju, skilnað, undraverða endurfúndi. Og nú þessi aska. Og sjórinn lemur ströndina þar sem ég geng um auðar götur. Og sjórinn lemur ströndina. Og alvanaleg sorg. Hvernig á að verjast tóminu? Hvaða afl getur varðveitt það sem eitt sinn var, ef minningin endist ei? Því ég man svo fátt. Það er svo fátt sem ég man. Endurheimt augnablik auk þess eins og Dómsdagur sem frestast dag ffá degi, kannski fyrir náð. Eldur, ffelsunin undan þyngdarlögmálinu. Epli sem fellur ekki, fjall sem færist úr stað. Handan eldtjaldsins stendur lamb í haglendi hinna óbrotgjörnu forma. Sálirnar brenna í Hreinsunareldinum. Heraclitus, óður, horfir á eldinn svelgja í sig undirstöður heimsins. Hvort ég trúi á upprisu holdsins? Ekki þessarar ösku. Ég ákalla, sárbæni: náttúruöfl, leysist upp! Umbreytist, ryðjið konungsríkinu braut! Handan hins jarðneska elds rennið saman á ný! TMM 1995:3 Berkeley, 1986 Pétur Gunnarsson þýddi. 87
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.