Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Qupperneq 73
strákabók, Lalli Ijósastaur, um strák sem íyrir galdra verður svo stór að hann
sigrar alla í körfubolta. Hin var Bak við bláu augun. í Sporum í myrkri hélt
hann svo áfram að skrifa sögu um tilfinningar og ástríður, en söguþráður
hennar dreifist víðar og heldur ekki eins vel og í Bak við bláu augun.
Hér hefur verið rætt um bækur Þorgríms sem formúlubækur, afþreying-
arbækur, en ætli það sé réttmætt? Afþreyingarbækur má skilgreina sem svo
að þær bjóði lesendum upp á alvörulausan spennuleik, lokki okkur inn í
kvíðafullar aðstæður ótta og óskadrauma og leiði okkur gegnum þær að
fyrirsjáanlegum, huggunarríkum endi af hárréttu tagi. Þær séu nokkurs
konar sálarnudd, uppbót fyrir hversdagsleiðann; laðandi og spennandi með-
an það varir en á endanum leikur, útfærsla á óskadraumum — skemmtun
— ekki alvara. Þær dýpki ekki skilning okkar á veruleikanum, kenni okkur
ekkert nýtt, segi okkur ekkert sem við vissum ekki fyrir. Alvörubókmenntir
eiga að gera allt þetta; við krefjumst þess að þær séu frumlegar, komi okkur
á óvart, og séu vel skrifaðar.
Ég efast ekki um að Þorgrímur hefur metnað til að skrifa alvörubækur
fyrir unglinga, og það tókst honum í Tárum, brosi og takkaskóm. En báðar
viðamestu sögur hans, MIBak við bláu augun og Spor í myrkri, eru of
fyrirsjáanlegar, yfirborðslegar og væmnar til að verða neitt annað en afþrey-
ing.
Versti ókostur Þorgríms sem höfundar er þó stíllinn, sem jafnvel lýtir hans
bestu bók. Þorgrímur skrifar tuggustíl. Hann endurtekur skoðanir og tilfinn-
ingar og útskýrir of ítarlega fyrir lesendum, vantreystir minni þeirra, viti og
skilningi. Lesandi þarf til dæmis ekki að láta minna sig á hvenær orðin voru
sögð (36) sem Kamilla endurtekur fyrir Nikka á síðu 49 í Bak við bláu augun:
„Hún er svo heimsk greyið. Þegir bara og starir út í loftið eins og
álka.“ Kamilla rifjaði upp það sem Nikki hafði sagt við Lilju,
kærustuna sína, um hana þegar hann hélt að hún heyrði ekki til.
Ekki þarf heldur að minna lesanda á að Kamillu fannst sem einhver hefði
hreyff við bréfínu frá mömmu hennar þegar hún kom inn til sín á jólanótt
(122), það er einn af hápunktum spennunnar, og þó er það gert á síðu 138.
Gott dæmi um ofskýringu er þegar Kamilla hefur haldið býsna góða ræðu
yfir Nikka um tilfinningaleysi hans, sjálfselsku og sýndarmennsku og höf-
undur bætir við: „Kamilla var ekkert að skafa utan af hlutunum enda áttu
þeir ekki von á góðu sem gerðu eitthvað á hennar hlut.“ (50) Kamilla á að
fá að byggja persónu sína sem mest upp sjálf í huga lesandans, enda er hún
manneskja til þess.
Endurtekningar á upplýsingum verða stundum eins og tafs: „Hann átti
TMM 1995:3
71