Gripla - 20.12.2006, Page 9
1
Í SÖGU Egils Skallagrímssonar er honum eignaður allmikill skáldskapur sem
að miklu leyti er varðveittur í sögunni eða í tengslum við hana. Er þar um að
ræða þrjú heilleg kvæði, smábrot úr þremur öðrum kvæðum og 48 lausavísur.
Sú var tíðin að Egilssaga, eins og flestar aðrar Íslendingasögur, var tekin
sem traust söguleg heimild um þá atburði sem frá er sagt, en þeir eru látnir
gerast á 9. og 10. öld. Sjálf er sagan talin færð í letur á fyrra hluta 13. aldar,
svo að lauslega reiknað líða þrjár aldir milli atburða og ritunartíma, og skolast
margt á skemmri leið. Þá kom það til styrktar að vísurnar og kvæðin voru tald-
ar samtíma heimildir, og gert var ráð fyrir að þeim hefðu fylgt munnmæla-
sagnir af þeim atburðum „sem kvæðin stuttlega á stungu,“ eins og Árni Magn-
ússon komst að orði um varðveislu kvæða og sagna í upphafi 18. aldar
(Levned og skrifter I, bls. 139).
Árni og samtíðarmenn hans voru þó ekki gagnrýnislausir á heimildargildi
fornra sagna, og þegar kom fram á 19. og 20. öld höfðu menn úðað svo ræki-
lega í sig af skilningstrénu að fáu var trúað þótt letrað væri á gamalt kálfskinn.
Meðal þess sem varð fyrir barðinu á hinum nýju hörgabrjótum1 var kveðskap-
ur Egils Skallagrímssonar, og höfðu menn uppi grunsemdir um það að þessi
ljóðmæli mundu ekki öll eignuð honum með réttu, að þau mundu jafnvel vera
ort löngu eftir hans dag. Í fyrstu náðu þessar grunsemdir einvörðungu til
sumra lausavísna sögunnar, en á síðari tímum hafa hörgabrjótar fært sig upp á
skaftið, og má segja að eftir umrót síðustu ára standi ekki steinn yfir steini í
kveðskap Egils. Þetta hefur verið almenn hreyfing meðal rýnenda Íslendinga-
sagna, og hafa margar sögur mátt þola sömu meðferð sem Egilssaga eða verri.
Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að kveðskapur sá sem Agli er
JÓNAS KRISTJÁNSSON
KVEÐSKAPUR EGILS SKALLAGRÍMSSONAR
1 Hörgabrjótur er íslensk þýðing erlenda orðsins ikonoklast.
Gripla XVII (2006):7–35.