Gripla - 20.12.2006, Blaðsíða 10
GRIPLA8
eignaður er í heild sinni fremur slaklega varðveittur. Gerðir sögunnar eru þrjár,
kenndar við aðalhandritin Möðruvallabók, Ketilsbók og Wolfenbüttelbók.
Leikur á ýmsu hvaða vísur eru varðveittar í hverju handriti eða hverri gerð, og
þótt vísa sé í tveimur eða jafnvel öllum gerðum þá er orðamunur á milli þeirra.
Möðruvallabók hefur verið lögð til grundvallar í öllum útgáfum til þessa, en í
hana vantar bæði Höfuðlausn og Sonatorrek. Arinbjarnarkviða er hinsvegar
skrifuð þar aftan við söguna á eina máða blaðsíðu, en aðeins fyrri hluti hennar.
Höfuðlausn er varðveitt í Ketilsbók og Wolfenbüttelbók, Sonatorrek aðeins í
Ketilsbók.
2
fia› sem menn telja a› geri kve›skapinn í Eglu grunsamlegan er me›al annars
eftirfarandi:
(a) Svo langt var liðið frá atburðum þegar sagan var rituð að frá-
sagnirnar hljóta að vera marklitlar sem sögulegar heimildir, segja
menn. Heilbrigð skynsemi bendir og til þess að margt í sögunni sé úr
lagi fært eða orðum aukið. Vísurnar geta ekki staðfest uppspunnar frá-
sagnir, heldur hljóta þær, þvert á móti, að fara sömu leið sem ýkju-
sögurnar.
(b) Sumt í formi vísna og kvæða er unglegra en svo að það geti
verið frá 10. öld – hvað þá enn eldra. Meðal annars þykir hátturinn á
Höfuðlausn, runhendan, ærið grunsamlegur á svo fornum tíma.
(c) Í kveðskapnum telja menn gæta áhrifa frá kvæðum sem sam-
kvæmt traustum heimildum eru yngri en Egill Skallagrímsson.
En svo eru aftur aðrir fræðimenn sem halda sig við þá fornu trú að kveð-
skapurinn, eða að minnsta kosti þorri hans, sé með réttu eignaður Agli. Þeirra
röksemdir eru meðal annars þessar:
(a) Egilssaga er nokkuð forn, ein hinna eldri Íslendingasagna sem
byggðar eru á gömlum munnmælum. Vitnisburður sögunnar sjálfrar
um kveðskapinn vegur því nokkuð þungt.
(b) Það hefur lengi verið almenn skoðun að Egill hafi verið eitt
allra mesta – ef ekki mesta – nafngreint skáld Íslands á fornum tímum.
„Þetta er tvímælalaust hinn merkilegasti skáldskapur, sem eignaður er
nafngreindum Íslendingi í fornum sið, og getum vér varla trúað neinum
síðari tíma manni til þess að hafa ort slík verk í orða stað annars manns,“