Gripla - 20.12.2006, Page 13

Gripla - 20.12.2006, Page 13
KVEÐSKAPUR EGILS SKALLAGRÍMSSONAR 11 og Kuhn bjó löngum hjá Jóni í húsinu hans í Kaupmannahöfn þegar hann dvaldist þar við fræðistörf. En þótt þessir menn væru jafnaldrar og vinir er ekki þar með sagt að þeir hafi verið sammála um öll vandamál fræðanna. Jón Helgason skrifaði þátt um dróttkvæði í bókmenntasögu sinni, Norrøn litteraturhistorie (1934). Þá varðveitti hann enn barnatrúna og lætur hvert fornskáldanna fá sinn skerf. En í ritinu Norges og Islands digtning, sem út kom 1953, er komið hik á hann varðandi feðrun kveðskaparins, og því fjallar hann ekki um dróttkvæðin undir nöfnum skáldanna, heldur skiptir hann þeim í kafla eftir innihaldi: „Mytisk-heroiske digte“, „Genealogiske digte“, „Fyrste- digte“ o.s.frv.; í síðasttalda flokkinum fá skáldin raunar að halda eignarrétti sínum til kvæðanna. Mig langar til að hafa eftir Jóni tvær setningar sem hann sagði í mín eyru þegar ég taldist vera lærisveinn hans í kringum 1950, en þær setningar voru nokkurn veginn á þessa leið: „Mér dettur ekki í hug að nokkur vísa í Íslend- ingasögum sé eftir þá menn sem sögurnar vilja vera láta.“ Og enn kvað hann: „Það er merkilegt að það virðist ekki hvarfla að Hansi Kuhn að nokkur göm- ul vísa geti verið ranglega feðruð.“ Hans Kuhn og Einar Ól. Sveinsson voru annars þeir menn sem einna mest fjölluðu um dróttkvæði á 20. öld. En rannsóknir þeirra beggja fengu með nokkrum hætti dapurlegan endi. Þegar Kuhn gekk frá aðalverki sínu, sem hann nefndi Das Dróttkvætt, var hann steinblindur orðinn og hlaut að styðjast við minni sitt og aðstoð yngri manna. Og Einar Ólafur birti aldrei á prenti sitt aðal- verk um dróttkvæðin, sem átti að verða annað bindi í hinni miklu bókmennta- sögu hans, Íslenzkar bókmenntir í fornöld; fyrsta bindi kom út 1962. Forn norrænn kveðskapur var höfuðviðfangsefni Kuhns frá ungum aldri. Um það efni fjallaði doktorsritgerð hans, Das Füllwort of – um im Altwest- nordischen (1929), og síðan birti hann margar ritgerðir þar sem hann skoðaði kveðskapinn frá ýmsum sjónarhornum. Segja má að hann hafi verið barn síns tíma eða kannski öllu heldur barn eldri tíma. Hann setti fram ákveðnar reglur og skýringar sem hann hvikaði aldrei frá. Ein reglan var sú sem ég nefndi fyrr, að taka sem gefið að flestöll dróttkvæði væru eftir þau skáld sem heimildir hermdu, eða þá að ófeðraður kveðskapur væri rétt aldursgreindur hjá Finni í Skjaldedigtning. Engu að síður má finna hjá Kuhn fjöldamargar athuganir sem geta leiðbeint mönnum við aldursgreiningu dróttkvæða. Það hefur Einar Ólafur notfært sér, en ég held að hann hafi verið eini maður í veröldinni sem las og ígrundaði hvert orð sem Hans Kuhn ritaði um dróttkvæði meðan heilsan entist; hann var raunar þrotinn að heilsu þegar rit Kuhns Das Dróttkvætt kom út 1983.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234

x

Gripla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gripla
https://timarit.is/publication/579

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.