Gripla - 20.12.2006, Page 14

Gripla - 20.12.2006, Page 14
GRIPLA12 Einar Ólafur tjáði mér einhverju sinni að hann hefði lítt sinnt dróttkvæðum fyrr en hann tók að halda fyrirlestra um þau við Háskóla Íslands, en það mun hafa verið veturinn 1946-47, þegar hann var kominn nær fimmtugu. Við þá reynslu varð hann, ólíkt Sigurði Nordal, mjög hugfanginn af þessum kveðskap bæði sem bókmenntum og sem rannsóknarefni. Þegar fyrsta árið, 1947, birti hann í Skírni alþýðlega ritgerð sem hann nefndi „Dróttkvæða þátt“, en þar fjallar hann meðal annars um nýgjörvingar í kveðskap Egils Skallagrímssonar. Ég veit að ólíkt Kuhn var hann ekki lokaður fyrir því að sumt kynni að vera rangfeðrað í dróttkvæðum. Sú eina ritgerð önnur sem hann birti um þetta efni er þó rituð til varnar fyrir forna feðrun tiltekinna dróttkvæðavísna, en það er ritgerðin „Kormakur skáld og vísur hans“, sem birtist í Skírni 1966. 5 Ég gat þess að Jón Helgason hefði látið munnlega í ljós í mín eyru efasemdir um rétta feðrun vísna í Íslendingasögum, og að sú skoðun kæmi óbeinlínis fram í umfjöllun hans um dróttkvæðin í ritinu Norges og Islands digtning 1952. Og þegar Jón stóð á sjötugu birti hann grein í afmælisriti Einars Ól. Sveinssonar, Einarsbók (1969), þar sem hann heldur því fram að Höfuðlausn sú sem fylgir Egilssögu geti ekki verið eftir söguhetjuna Egil, heldur hljóti hún að vera miklu yngri („Höfuðlausnarhjal“). Margir þeir sem þessi orð lesa munu hafa kynnt sér, eða að minnsta kosti heyrt getið um meginröksemd Jóns fyrir þessum unga aldri kvæðisins. Rök- semdin er sú að á einum stað séu látin ríma saman tvö sérhljóð sem hafi verið glögglega aðskilin í framburði á 10. öld, á tímum Egils Skallagrímssonar, en hafi síðan runnið saman í eitt og getað rímað saman þegar kom fram á síðara hluta 12. aldar. Um er að ræða hljóð þau sem í útgáfum eru venjulega táknuð ƒ og ø. Hljóð þessi kunnum við nútíðarmenn ekki að bera fram og köllum þau því venjulega í vandræðum okkar „lykkju-ö“ og „gegnumstrikað-ö“. ¯ er til orðið við u-hljóðvarp af a eða klofningu úr e (kalla : kƒllum; fell : fjƒll), en ø varð til við i-hljóðvarp eða À-hljóðvarp af o (koma : kømr (seinna kemr); kjósa : kørinn). Þessi tvö ö-hljóð héldust greinilega aðgreind í íslensku fram á síðara hluta 12. aldar, svo sem sjá má í elstu handritum og einnig í hinni merkilegu Fyrstu málfræðiritgerð sem svo er nefnd, frá miðri 12. öld. En á 13. öld renna þessi tvö hljóð algerlega saman og úr verður þetta eina ö sem við brúkum enn í dag. Umrætt vísubrot er prentað hér á eftir. Vinstra megin er textinn eins og Sigurður Nordal prentar hann samkvæmt handritunum í útgáfu sinni af Egils-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234

x

Gripla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gripla
https://timarit.is/publication/579

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.