Gripla - 20.12.2006, Qupperneq 25
KVEÐSKAPUR EGILS SKALLAGRÍMSSONAR 23
sonar En það er athygli vert að Sigurðarbálkur Ívars, sem fylgir lögmálinu, er
nær hundrað árum yngri en hið runhenda kvæði Þjóðólfs sem brýtur lögmálið.
Og satt að segja væri þörf að rannsaka þetta lögmál miklu betur en gert hefur
verið. Craigie byggir á rannsóknum Sievers í Altgermanische Metrik, og síðan
hefur margt gerst í rannsóknum fornrar bragfræði – þótt einnig sé margt ógert.
Sievers gengur út frá dróttkvæðum hætti sem er mjög reglufastur, en nú er
talið að sá háttur og aðrir reglubundnir hættir séu runnir frá frjálslegri háttum
sem birtast í hinum elstu eddukvæðum og öðrum mjög fornum germönskum
kveðskap. Sem dæmi um slíkt ævafornt kvæði á norrænu máli má nefna Atla-
kviðu, en í henni á Craigieslögmál alls ekki heima; það gildir aðeins í reglu-
bundnum háttum sem sýna yngra þróunarstig. Allt þyrfti þetta að athugast
nánar og frá nýjum sjónarhóli, en til þess skortir mig bæði lærdóm og vinnu-
þrek. Í stað þess hyggst ég hverfa að öðru bragfræðilegu einkenni sem varðar
kveðskap Egils, en þar þykist ég vera betur með á nótunum.
(b) Hendingar (rím). Í skáldskaparfræðum er það kallað skothending ef
saman ríma einungis samhljóð, en sérhljóð eru mismunandi („Þél høggr stórt
fyrir stáli“; Egill, lausav. 23 í Skjaldedigtning). Það kallast hins vegar aðal-
hending ef saman ríma bæði sérhljóð og samhljóð („stafnkvígs á veg jafnan“;
Egill, sama vísa). Þess væri að vænta að fornskáld rímuðu einungis saman a
móti a og móti í aðalhendingum, því að þetta hljóta að teljast vera tvö mis-
munandi hljóð. En nú ber svo kynlega við að skáldin ríma lengi vel saman a
móti rétt eins og þarna hefði ekki orðið neitt hljóðvarp: vll : skalla (Egill,
lausav. 31); hnd : standa (Sighvatur, Erfidr. Ól. helga, lausav. 22 í Skjalde-
digtning). Um þetta hefur Finnur Jónsson skrifað í merkilegri ritgerð: Norsk-
islandske kultur- og sprogforhold i det 9. og 10. årh. (1921). Og kunnasti mál-
fræðingur Íslands á síðustu tímum, Hreinn Benediktsson, hefur einnig fjallað
um þetta fyrirbæri og reynt að skýra hví skáldin leyfðu sér þetta rím. Ritgerð
Hreins var fyrst prentuð í Acta philologica Scandinavica 1963, og síðar endur-
prentuð í afmælisriti hans, Linguistic Studies, Historical and Comparative,
2002. Í ljós kemur að rímið a : helst í dróttkvæðum fram á síðara hluta 12.
aldar, en er horfið í Háttatali Snorra Sturlusonar 1222–23. Dæmi um rímið a :
, tekin úr lausavísum Egils og Geisla Einars Skúlasonar, eru sýnd á Sýnis-
horni I (bls. 28–29).
Ég verð að segja að mér þykja vera óþarflega miklir vísindalegir vafningar
í ritgerð Hreins. Í raun og veru finnst mér einfalt brjóstvit nægja til að skýra
þetta fyrirbæri. Í öndverðu er um að ræða eitt hljóð, a sem rímar við a. Síðan
hljóðverpist annað a-ið og breytist smám saman í , en skáldin halda samt sem