Gripla - 20.12.2006, Page 26
GRIPLA24
áður áfram að ríma þau saman, af því að þau eru svo lík og/eða samkvæmt
gömlum vana. En þar kemur um síðir að hljóðin fjarlægjast svo mikið að rím-
ið gengur ekki lengur. Á Vesturlandi gerist þetta á 70 ára tímabili, milli Geisla
Einars og Háttatals Snorra. Og tregða er komin í Einar, það sést á því að hann
rímar aðeins þrívegis móti a í sínu mikla kvæði.
Nú kunnu hörgabrjótar að segja sem svo að þetta sé ekki mikið að marka:
vísurnar geti verið afbakaðar, ellegar að skáldin leyfi sér vísvitandi ónákvæmt
rím; að dæmin hjá Hreini séu ekki mörg, aðeins 5 úr öllum kveðskap Egils. En
þá er því til að svara skáldin eru býsna mörg. Hreinn er með 24 skáld alls, og
ekki talinn vafi um mörg þeirra að þau eigi skáldskapinn með réttu, t.d. Einar
skálaglamm (9 dæmi) og Sighvatur Þórðarson (18 dæmi). Og hafi breytingar
orðið á vísunum í aldanna rás, þá er auðvitað líklegra að þær beytingar yrðu í
átt til yngra máls, til þess að lagfæra rímið. Grunur leikur einmitt á því að slík
breyting hafi orðið á einum stað í Höfuðlausn, þ.e. frá upphaflegri mynd til
þess sem stendur í handritunum. Upphaf 4. vísu er prentað þannig (samkvæmt
handriti) í útgáfu Sigurðar Nordals í Íf. II (sjá einnig Sýnishorn I bls. 29):
Óx hjƒrva glƒm
við hlífar þrƒm.
En orðið glm (kvk.) kemur ekki fyrir annarsstaðar í íslensku máli, og því
leiðréttir Finnur Jónsson þannig í Skjaldedigtning B:
Óx hjƒrva glam
við hlífar þrƒm.
Þarna gerir Finnur ráð fyrir hinu forna rími, a : . Orðið glam eða glamm er
alkunnugt í íslensku að fornu og nýju, og lagfæring Finns hlýtur að teljast
mjög sennileg.
2. Varðveisla. Afbökun texta
Eins og fyrr getur telur Jón Helgason að Höfuðlausn muni gerð undir áhrifum
frá Runhendu Einars Skúlasonar sem ort var á árunum 1153–57. Einnig gerir
Jón ráð fyrir því að Höfuðlausn hafi gengið í munnmælum áður en hún var
færð í letur í mismunandi gerðum. Um þetta segir hann í Höfuðlausnarhjali:
„Mismunurinn á Höfuðlausnum, þeirri í e og þeirri í Wolfenbüttelbók, er