Gripla - 20.12.2006, Side 29
KVE‹SKAPUR EGILS SKALLAGRÍMSSONAR 27
stoðum undir þá kenningu sem hér er haldið fram, að kveðskapur sá sem Agli
er eignaður í gömlum heimildum muni vera ævaforn og líklega með réttu
eignaður honum.
11
Þá er aðeins eftir að draga saman til glöggvunar helstu niðurstöður mínar
varðandi kveðskap Egils Skallagrímssonar:
Einhvern tíma á fyrra hluta 13. aldar var Egilssaga færð í letur. Höfundur
hennar hefur að öllum líkindum verið Snorri Sturluson, sem einnig ritaði sög-
ur Noregskonunga (Heimskringlu) og Eddu þá sem við hann er kennd. Efnið
í söguna voru borgfirskar munnmælasagnir, einnig nokkur kvæði og allmargar
vísur sem flestar voru eignaðar Agli sjálfum. Fornar bragreglur, afbakanir
kveðskaparins og ýmis torskilin og fornleg orð og orðasambönd sýna svo að
ekki verður um villst að kveðskapur þessi hefur að mestum hluta verið æva-
forn og líklega með réttu eignaður Agli. Sameiginleg einkenni, t.a.m. meitlað-
ar líkingar (nýgervingar) og tíðar endurtekningar eða mikil klifun sömu efnis-
atriða eða hugmynda, benda til eins og hins sama skálds. Höfundur sögunnar
hefur einnig stuðst við ritaðar konungasögur, þar á meðal Heimskringlu. En
ekkert bendir til að hann hafi þekkt aðrar Íslendingasögur.
Mesti atburður í ævi Egils var för hans til Jórvíkur þar sem Eiríkur blóðöx,
áður Noregskonungur, réð ríkjum. Áður hafði Egill átt í illdeilum við konung
þennan og að því er sagan segir ráðið son hans af dögum; en það er áreiðan-
lega ofsagt þótt það sé látið styðjast við vísu eignaða Agli; sú vísa er afbökuð,
og höfundur sögunnar hefur misskilið hana eða ýkt af ráðnum hug. Sagan
lætur Egil hrekjast til Jórvíkur í hafvillu; en það er einnig rangt, samkvæmt
kvæðum Egils fer hann þangað af ráðnum hug og hefur meðferðis kvæði til að
flytja konungi. Ástæða til fararinnar hefur meðal annars verið sú að aldavinur
Egils, Arinbjörn hersir, var í föruneyti með konungi. En þegar til Jórvíkur
kemur tekur hinn grimmlyndi konungur honum miklu verr en Egill vænti og
ætlar að ráða hann af dögum. Hann bjargar þá lífi sínu með því að flytja kvæði
sitt, en jafnframt þakkar hann lífgjöfina stuðningi Arinbjarnar vinar síns. Þetta
kemur hvorttveggja fram í sögunni og fær fullan stuðning af Arninbjarnarkviðu
þar sem skáldið nefnir kvæði sitt „höfuðlausn“.
Höfuðlausn hefur verið fundið það til foráttu að hún sé harla rýr að efni,
jafnvel miðað við önnur konungakvæði sem þó þykja ekki tiltakanlega efnis-
mikil, sbr. ummæli Jóns Helgasonar sem fyrr er til vitnað. En þarna hafa menn