Gripla - 20.12.2006, Page 44
GRIPLA42
óttur merki ‘svikinn, sem tál er í’, frekar en ‘gruggugur, dreggjaður’ eða ‘bland-
inn eitri’. Torvelt er þó að skera úr um merkinguna á grundvelli þessara stuttu
texta og því verður að líta á þetta sem bráðabirgðaniðurstöðu þar til hugað
hefur verið að mynd orðsins í elstu íslensku (í 3. kafla) og bent á skyld orð (í
4. kafla).
3. Mynd orðsins göróttur í elstu íslensku
3.1 Hvert var rótarsérhljóðið?
Fyrsta skrefið í leit að uppruna lýsingarorðsins göróttur hlýtur að vera að
komast að mynd þess í elstu íslensku. Eins og kunnugt er má rekja sögu rótar-
sérhljóðsins ö í nútímaíslensku aftur til tveggja ólíkra sérhljóða í forníslensku,
og ø. Nauðsynlegt er þess vegna að komast að því hvort göróttur hafði eða
ø í elstu íslensku. Stafsetning elstu dæmanna gæti hugsanlega skorið úr því en
áður en þau verða rædd er rétt að glöggva sig á þeim þáttum hljóðsögunnar
sem varða þetta úrlausnarefni.
Sérhljóðin og ø voru af ólíkum uppruna. Hið fjarlæga, uppmælta, kringda
varð til við u/w-hljóðvarp (kringingu) á frn. a, eins og í físl. mgr < frn.
*maguÀ (sbr. gotn. magus ‘sonur’) eða físl. hggva < frn. *haggwan < frg.
*hawwan- (Noreen 1923:155 [§186]). Uppruni hins miðlæga, frammælta,
kringda ø er margbrotnari (Noreen 1923:155–6 [§190]) en það myndaðist
einkum við i- eða À-hljóðvarp (frammælingu) á frn. o, eins og til dæmis í 2.
pers. et. nt. fh. søfr < frn. *sofiÀ af sofa og físl. lh. þt. kørinn < frn. *koÀenaÀ af
kjósa, eða við u/w-hljóðvarp (kringingu) á frn. e, eins og í Hallfrøðr < frn.
*-freðuÀ og físl. søkkva < frn. *sekkwan < frg. *sinkwan-.
Lýsing höfundar Fyrstu málfræðiritgerðarinnar á hljóðkerfi forníslensku
um miðbik tólftu aldar sýnir að hann hefur gert greinarmun á og ø í sínu
máli (útg. Hreinn Benediktsson 1972). Aðgreining og ø kemur líka fram í
stafsetningu elstu íslensku handritanna frá síðari hluta tólftu aldar og fram á
þrettándu öld. Snemma á þrettándu öld hverfur þessi aðgreining og hafa og
ø þá verið fallin saman í eitt hljóðan sem tákna má með ö (Hreinn Benedikts-
son 1959:295/2002:60, 1965:56–73).
Eins og áður sagði var sérhljóðið í forníslensku uppmælt en ø var aftur á
móti frammælt. Þetta hafði óhjákvæmilega áhrif á undanfarandi gómhljóð.
Gómhljóðið g lagaði sig að eftirfarandi sérhljóði í forníslensku þannig að á
undan hinu frammælta ø var það framgómmælt en á undan hinu uppmælta
var það uppgómmælt. Þessi dreifing gómhljóðanna hélst eftir samfallið + ø