Gripla - 20.12.2006, Blaðsíða 47
GÖRÓTTUR ER DRYKKURINN 45
lengur hvort göróttur muni komið úr eldra gøróttr eða gróttr, heldur hvort
það muni hafa verið gøróttr eða gjróttr í elstu íslensku. Til þess að fá úr því
skorið er nauðsynlegt að huga að áhrifum hljóðþróunar á stafsetningu og tákn-
beitingu skrifara handritanna sem hér um ræðir.
3.3 Hljóðbreytingar og breytingar á stafsetningu
Þegar farið var að tákna framgómkvæði g á undan samfallshljóðinu ö (úr +
ø) féllu saman í stafsetningu upprunalegt gø- (eins og í so. gøra) og gj- með
j er orðið hafði til við u-klofningu (eins og í kvk. no. gjf): hvort tveggja fékk
táknunina „gi“ (eða „gj“) á undan sérhljóðstákni, eins og sýnt er í (7).
(7) a. físl. gø- > gjö-, sbr. so. gøra > gjöra
b. físl. gj- > gjö-, sbr. kvk. no. gjf > gjöf
Þetta sést glögglega í stafsetningu aðalskrifara NKS 1824 b 4to, sem hefur
verið að verki á fyrsta fjórðungi fimmtándu aldar. Hann táknar oft framgóm-
kvæði g á undan upprunalegu ø, eins og sýnt er með nokkrum dæmum í (8)
með vísunum í blað og línu í handritinu (og einnig í útgáfu Olsens 1906–08).
(8) Dæmi um táknun físl. gø- í NKS 1824 b 4to
a. físl. gøra: „giorizt“ 1v19 (3.11), „giordiz“ 41r5 (88.13), „Gior“ 19r4
(36.16), „gior“ 21r18 (41.16), 26r5 (54.28)
b. físl. gørla (grla):5 „giorla“ 36r8 (76.16), 43v4 (93.18), 69v12
(153.2)
Táknun skrifarans á upprunalegu gø- er því hin sama og á upprunalegu gj-,
nefnilega „gi“ á undan sérhljóðstákni, eins og dæmin um upprunalegt gj- í
(9) sýna.
(9) Dæmi um táknun físl. gj- í NKS 1824 b 4to
a. físl. gjf: „fegiofum“ 11v18 (21.26)
b. físl. gjrnum (lo. gjarn): „lofgiornum“ 32r4 (67.24)
5 Dæmi úr elstu íslensku benda til að bæði hafi verið til gørla og grla: Í Íslensku hómilíubók-
inni, Sth perg 4to nr 15, frá um 1200, bendir stafsetning þriggja dæma til grla en eitt dæmi
er aftur á móti ritað eins og það sé gørla (de Leeuw van Weenen 2004:61 [gørla, grla]). Í
AM 645 A 4to frá um 1220 eru enn fremur tvö dæmi um gerla (að vísu er rótarsérhljóðið þar
bundið í er-bandi) þar sem e gæti hafa orðið til við afkringingu ø (Larsson 1891:97 [full-
gerla], 110 [gerla]; Noreen 1923:107 [§119]).