Gripla - 20.12.2006, Page 51
GÖRÓTTUR ER DRYKKURINN 49
Lýsingarorðið gjróttr hefur því væntanlega verið dregið af nafnorði. Hér
að framan var komist að þeirri niðurstöðu að rótarsérhljóðið í gjróttr hefði
myndast við u-klofningu. Grunnorðið sem það er dregið af kann því að hafa
haft u-klofningu í nefnifalli eintölu og stofninn gjr-, sbr. (13h), en enn fremur
er hugsanlegt að það hafi haft a-klofningu og stofninn gjar-, sbr. (13f–g). Alls
ekki er víst að grunnorðið, sem gjróttr er dregið af, birtist í tiltækum heim-
ildum um forníslensku og enn síður er hægt að reiða sig á að það hafi lifað til
nútímamáls; afleidda lýsingarorðið gæti lifað þótt grunnorðið sé horfið úr
málinu. Eðlilegt er engu að síður að hefja leitina að grunnorðinu í orðabókum
um fornmálið.
4.2 Hvorugkynsorðið gjƒr, gjör, gør eða ger
Ekki finnast neinar heimildir í orðabókum um íslenskt nafnorð með stofninum
gjar(-) sem til álita gæti komið. Aftur á móti er getið um hvorugkynsorð sem
birtist ýmist sem gjr, gjör, gør eða ger hjá orðabókarhöfundum, eins og sýnt
er í (14).
(14) Hvorugkynsorðið gjr, gjör, gør eða ger hjá nokkrum orðabókarhöf-
undum
a. Sveinbjörn Egilsson (1860:247): gjör hk. ‘cibus, saturitas’ (‘fæða,
magafylli’), sama og nútímamálsorðið ger ‘avicularum multitudo,
escæ (v.c. halecibus) inhiantium’ (‘fjöldi fugla gínandi yfir æti (til
dæmis síld)’).
b. Cleasby og Guðbrandur Vigfússon (1874:223): gör og ger hk. ‘a
flock of birds of prey’.
c. Fritzner (1886–96, 1:606): gjör hk. ‘Grums’.
d. Sveinbjörn Egilsson og Finnur Jónsson (1931:186): gjr hk. ‘føde,
næring’ en merkir þó hugsanlega ‘flok, skare’.
e. de Vries (1962:198): gør, gjr hk. (1) ‘bodensatz’, (2) ‘haufe,
menge’ (skáldamál); tvö orð ólíkrar merkingar og af ólíkum uppruna.
f. Ásgeir Blöndal Magnússon (1989:240): ger, gjr, gør hk. ‘grugg,
(rotnandi) æti; grúi, fjöldi’.
Orðabókarhöfundarnir vísa yfirleitt í sömu dæmin í fornum textum (þeir sem
á annað borð vísa í dæmi) svo að þarna virðist vera um eitt og sama orðið að
ræða með mismunandi form (og stafsetningu). Athygli vekur hve skoðanir eru
skiptar um rótarsérhljóðið. Hjá Cleasby og Guðbrandi Vigfússyni (1874: 223)