Gripla - 20.12.2006, Síða 60
GRIPLA58
wer ‘tilbúinn, útbúinn’, nhþ. gar ‘tilbúinn, fullþroska, nógu soðinn, meyr’, af
frie. *g√her- ‘vera heitur, gerjast’.10 Þá er ráð fyrir því gert að gjör, ger sé ná-
skylt orðum eins og mhþ. gerwe ‘grugg, botnfall’ og fe. gyrwe-fenn ‘mýrlendi’
og grunnmerking þeirra sé ‘grugg, botnfall’ er æxlast hefur af eldri merk-
ingunni ‘sjóða’. Ef þessi leið er farin virðist eðlilegast að gera ráð fyrir að frg.
*gerwa- búi að baki sem hefði gefið físl. gør (með u/w-hljóðvarpi) en ekki er
þó óhugsandi að úr því hefði orðið físl. gjr (eftir sömu leiðum og físl. smjr
þróaðist úr *smerwa- með a-klofningu og u/w-hljóðvarpi).11 Grunnmerkingin
‘grugg’ kemur reyndar ekki reglulega vel heim og saman við merkingarsviðið
‘æti; (æti sem) agn, (tál)beita; ásókn í æti, græðgi’ sem virðist liggja til
grundvallar í þeim dæmum um gjör, ger sem rædd voru hér að framan.
Önnur skýring á uppruna orðsins gjör, ger er sú að það sé myndað af
sögninni gjósa. Helsti forvígismaður þessarar hugmyndar er von Friesen
(1935) en Konráð Gíslason (1895–97, 2:140) hafði reyndar varpað henni fram
áður. Eftir þessari hugmynd er ráð fyrir því gert að gjör, ger sé komið af eldra
gør er rekja megi til frn. *goÀ(a) (À-hljóðvarp) úr frg. *guza- (a-hljóðvarp) og
það sé dregið af hvarfstigsmynd rótarinnar sem sést í sögninni gjósa, frg.
*geusan- af frie. *1heu-s- (Pokorny 1959, 1:447–48). Hliðstæð myndun er til
dæmis nafnorðið kjör úr eldra kør sem komið er af frn. *koÀ(a) (À-hljóðvarp)
úr frg. *kuza- (a-hljóðvarp), hvarfstigsmynd rótarinnar í sögninni kjósa, frg.
*keusan- (Seebold 1970:227–28, 293–94). Ótvírætt er að af frg. *guza- hefði
þróast físl. gør en ekki gjr en einmitt það þótti Jóni Helgasyni (1969) benda
til ungs aldurs Höfuðlausnar því að Egill Skallagrímsson hefði ekki rímað
saman hjr, gør, fjr, spjr. Þessi skýring á uppruna orðsins gjör, ger, úr físl.
gør, byggist þá á því að grunnmerkingin sé ‘það sem gýs upp, gos’. Þá verður
að gera ráð fyrir að vaðandi síldinni og fuglagerinu hafi verið líkt við gos, en
það er reyndar nokkuð fjarri merkingarsviðinu ‘æti; (æti sem) agn, (tál)beita;
ásókn í æti, græðgi’ sem virðist liggja til grundvallar í varðveittum dæmum
um gjör, ger.12
10 Ásgeir Blöndal Magnússon 1989:240–41 (2 ger), 241 (1 gera); de Vries 1962:198 (gør),163
(gera); sbr. einnig Torp 1909:128–29 og Pokorny 1959, 1:493–95.
11 Ásgeir Blöndal Magnússon (1989:240 [2 ger]) telur gjör, ger runnið úr annaðhvort frg.
*garwija- eða *gerwa-. Fyrrnefnda myndin kemur þó varla til álita því að hvorugkyns nafn-
orðið *garwija- hefði að öllum líkindum gefið físl. *gørvi (en ekki gør).
12 Í orðsifjabók de Vries (1962:198) eru þessar tvær upprunaskýringar gefnar í tvískiptri flettu
gør, gjr. Annars vegar er gør, gjr í merkingunni ‘bodensatz’ tengt so. gøra og skyldum orð-
um og sagt runnið af eldra *gerw- en hins vegar er gør, gjr í merkingunni ‘haufe, menge’
(skáldamál) endurgert frn. *guz og tengt so. gjósa.