Gripla - 20.12.2006, Blaðsíða 68
GRIPLA
í Völsunga sögu. Þeirri tilgátu var varpað fram að þegar Sinfjötli segir „Gör-
óttur er drykkurinn“ merki göróttur ‘svikinn, sem tál er í’.
Nútímamálsmyndin göróttur bendir til þess að þetta orð hafi verið gróttr
með uppgómmæltu g í elstu íslensku. Rithátturinn „giorotr“ í Konungsbók
eddukvæða, GKS 2365 4to (26v28), frá um 1270, bendir þó eindregið til að
það hafi ekki verið gróttr heldur gjróttr á elsta stigi íslensku. Þessi niður-
staða fékkst með því að rannsaka táknbeitingu skrifara Konungsbókar eddu-
kvæða. Hann táknar aldrei framgómkvæði g á undan upprunalegu ø og er
næsta ólíklegt að „giorotr“ sé komið úr eldra gøróttr; aftur á móti er „gio“ hin
reglulega táknun skrifarans á eldra gj-. Það má því teljast næsta víst að þetta
orð sé komið úr físl. gjróttr.
Físl. gjróttr er lýsingarorð myndað af nafnorði með viðskeytinu -ótt-. Í
leit að nafnorði því sem gjróttr er dregið af voru rædd elstu þekktu dæmi um
orðið gjör, ger en nokkur óvissa ríkir bæði um mynd þess í elstu íslensku og
merkingu. Komist var að þeirri niðurstöðu að grunnmerking þess hafi senni-
lega verið ‘e-ð girnilegt’ og af henni hafi svo æxlast merkingartilbrigði á borð
við ‘æti’, ‘(æti sem) agn, (tál)beita’, ‘ásókn í æti, græðgi’ og ‘fjöldi, grúi
(fugla/dýra í æti)’. Merkingin ‘(æti sem) agn, (tál)beita’ fellur vel að þeirri
merkingu sem virtist mega greina í lýsingarorðinu gjróttr: ‘svikinn, sem tál
er í’ sem þá hefur í reynd verið ‘með agni, sem tál er í’. Merkingin leyfir því
þá ályktun að lýsingarorðið gjróttur sé dregið af nafnorðinu gjör, ger og sé
fallist á það verður að gera ráð fyrir því að gjör, ger hafi verið gjr, en ekki
gør, í elstu íslensku en enn fremur er hugsanlegt að gjr sé upprunalega fleir-
tölumynd orðsins gjar sem enn lifir í færeysku.
Físl. gjróttr hefði hljóðrétt þróast í gjöróttur í nútímamáli en engar
heimildir eru um gjöróttur í síðari alda íslensku; orðið virðist hafa horfið úr
málinu (en erfitt er að segja hvenær). Á síðari hluta nítjándu aldar birtist það
sem göróttur en sú mynd orðsins virðist eiga rætur að rekja til fornsagna-
útgáfna þar sem prentað var gøróttr í stað gjróttr. Orðið göróttur á sér því
ekki óslitna sögu aftur til forníslensku, heldur er það endurlífgað fornmálsorð
í nútímabúningi.
66