Gripla - 20.12.2006, Page 77
1 Ég vil þakka tveimur nafnlausum yfirlesurum Griplu fyrir athugasemdir og ábendingar vegna
frumgerðar þessarar greinar og Sverri Tómassyni þakka ég sérstaklega fyrir ábendingar og
aðstoð við frekari vinnslu. Ég ber þó einn ábyrgð á öllu sem missagt er í fræðum þessum.
2 Sjá umfjöllun um háttalykla hjá Tranter 1997.
3 Stundum er orðið málfræði (sem þýðing á enska orðinu grammar) notað (segja má ranglega)
um sjálft kerfið eða reglur málsins (reglur um málhegðun, eða einfaldlega það hugfræðilega
eða kognitíva kerfi sem málnotendur hafa vald á). Hér er eðlilegra að nota orðið málkerfi,
málreglur (t.d. sem formlegar takmarkanir eða skipanir um það hvað séu rétt mynduð orð og
setningar) eða málkunnátta, sbr. íslenska heitið málkunnáttufræði fyrir generatíva málfræði.
Hluti ástæðunnar fyrir því að oft er ekki gerður skýr greinarmunur milli mállýsingar og hinna
raunverulegu reglna málsins, sem hljóta þó að hafa einhvers konar tilvist, óháða því hvernig
1. Inngangur
SEGJA má að Háttatal (fyrir utan að vera lofkvæði um norska höfðingja) snúist
um bragfræði í tvennum skilningi.1 Annars vegar er bragarháttum beitt,
þannig að ort er undir þeim, og hins vegar er þeim lýst og þeir greindir á
„fræðilegan hátt“. Háttatal er því bæði háttalykill (clavis metrica)2 og lært rit
í lausu máli um bragfræði (eins konar enarratio poetarum). Höfundur þess,
sem hlýtur að langmestu leyti að hafa samið bæði lausamálið og bundna mál-
ið, eins og síðar mun rökstutt, er því í tveimur hlutverkum. Hann er skáld og
hann er fræðimaður sem um leið og hann yrkir, útskýrir reglurnar sem hann
fer eftir.
Til skýrleiksauka um hið tvöfalda form og gildi Háttatals má hér bera
bragfræði saman við málfræði. Málnotendur hafa tilfinningu fyrir því hvort
orð eru borin fram, beygð eða raðað upp eftir þeirri venju sem þeim er töm, án
þess að geta endilega útskýrt á fræðilegan hátt hver sé munurinn á „réttri“
(reglulegri) málnotkun og „rangri“ (óreglulegri). Það er því nauðsynlegt að
gera skýran greinarmun á reglum málsins (ef menn vilja orða það svo: þeirri
hæfni eða kunnáttu sem málnotendur búa yfir) og lýsingum á þessum reglum,
sem er hin eiginlega málfræði. 3 Á sama hátt er eðlilegt að gera greinarmun á
KRISTJÁN ÁRNASON
UM HÁTTATAL SNORRA STURLUSONAR
BRAGFORM OG BRAGLÝSING
Gripla XVII (2006):75–124.