Gripla - 20.12.2006, Page 81
UM HÁTTATAL SNORRA STURLUSONAR 79
hætti á grundvelli hugmynda Craigies (1900) og gera ráð fyrir tveimur (í
hæsta lagi þremur) línugerðum, grunngerð, sem er sú sama og A-gerð Sievers
(svsvsv), og B-gerð sem svo er merkt og byrjar á tveimur (tiltölulega) sterkum
atkvæðum (ssvvsv) og samsvarar þá D-gerð Sievers (sjá Kristján Árnason
1991/2000:124 o. áfr.). Í þessari B-gerð er eins og snúið sé við röðinni á
sterkri og veikri stöðu í 2. og 3. sæti miðað við A-gerðina.
Af því sem hér var rakið er ljóst að margskonar álitamál eru uppi þegar
kemur að því að greina forna íslenska bragarhætti með seinni tíma aðferðum.
Spyrja má hvort greining Háttatals kunni að varpa ljósi á þessi vandamál.
Eins og fram kemur hér á eftir gengur formlýsing Háttatals (ólíkt greiningu
Sievers) ekki út frá fornyrðislagi, heldur út frá dróttkvæðum hætti. Hvað kveð-
skaparformin varðar er einnig ljóst að dróttkvæður háttur nýtur mestrar
virðingar. Byrjað er á því að útlista grunnform háttarins, en síðar er vikið að
öðrum háttaafbrigðum. Hér er nálgunin önnur en t.d. í Háttalykli, en þar er
byrjað á ljóðahætti, og síðan kemur kviðuháttur (sbr. Háttalykill hinn forni
1941 og útgáfu Finns Jónssonar í Den norsk-islandske skjaldedigtning A I:512
o. áfr.). Hjá Snorra eru edduhættirnir í síðasta kvæðinu, sem sagt er vera ort
undir „inum smærri háttum“. Skáldahættirnir eru þannig merkilegri en eddu-
hættirnir að mati Snorra og ljóst virðist að sem skáld hefur hann verið býsna
mikill formdýrkandi.4
Það er fróðlegt að bera saman hver efnistökin verða þegar gengið er út frá
skáldaháttunum eins og hjá Snorra, en ekki út frá edduháttunum eins og Sie-
vers gerði. Grunneiningin í greiningu Háttatals á hrynjandi dróttkvæðs háttar er,
eins og við munum sjá, hugtakið samstafa. En það einkenni að hafa bragstöður
skilgreindar út frá atkvæðum innan orða (þannig að eitt, og í mesta lagi tvö,
atkvæði geti staðið í bragstöðu) virðist einmitt skilja dróttkvæðahrynjandi frá
edduhrynjandi. Hrynjandi edduforma var skilgreind með allt öðrum hætti, þ.e.
út frá orðum í setningu (sbr. Kristján Árnason 2002, 2006). Þessi munur á
hrynjandi eddukvæða og dróttkvæða hefur það meðal annars í för með sér að
fjöldi atkvæða í eddutextum er mun frjálsari en í dróttkvæðum. Þannig virðist
einföld greining þar sem formum edduhátta er varpað yfir á skáldahætti ein-
faldlega ekki ganga upp. Ef það reynist rétt fellur um leið grundvöllurinn
undan því að nota greiningarkerfi Sievers á dróttkæðin. Það er því afar fróðlegt
að leita vitnisburðar Háttatals um þessi efni.
4 Heimildir eru fyrir því að Snorri hafi ort meira en það sem varðveist hefur, sbr. t.d. Faulkes
1991:xxi–xxii.