Gripla - 20.12.2006, Page 94
GRIPLA92
einstakra orðmynda, samdreginna eða ósamdreginna, og velt fyrir sér brag-
fræðilegu hlutverki þeirra.
Í 8. vísu er aftur á móti sýnt hvernig samstöfur geta verið „skjótar ... ok svá
settar nær hverja annarri at af því eykr lengð orðsins“:
Klofinn spyr ek hjálm fyrir hilmis
hjara<r> egg; duga seggir;
því eru heldr þar er sk<e>kr skjƒldu
skafin sverð lituð ferðar (8. vísa, l. 1–4)
Í fyrstu línunni, sem hefur 9 atkvæði ef allt er talið, kemur fyrst tvíkvæð
orðmynd með léttu fyrra atkvæði: klofinn, sem gera má ráð fyrir að kljúfi
fyrstu stöðuna, þannig að tvær samstöfur eru látnar fylla hana (sbr. síðar).
Annað dæmi um tvíkvæða fyllingu bragstöðu er þegar fyrir stendur í veikri
stöðu á undan síðasta risinu. Þriðja aukaatkvæðið kemur fram í sambandinu
spyr ek, sem gera má ráð fyrir að hafi verið dregið saman í bragarmálum, þ.e.
í spyr’k, þannig að fornafnið myndar viðhengi við sögnina. Í þessari línu eru
því á þremur stöðum tvö atkvæði þar sem eitt á að vera samkvæmt „réttri tölu
háttanna“.
Í 7. og 8. vísu er verið að horfast í augu við þá staðreynd, að þótt vissulega
sé atkvæðafjöldi í línu mun fastar bundinn í dróttkvæðum en t.d. í edduháttum,
er hann samt ekki alveg óumbreytilegur. Hrynjandi formsins byggist á því að
telja bragstöður sem samsvara atkvæðum, en þungi þeirra (sem aftur byggir á
lengd og fjölda hljóða) skiptir einnig máli. Raunar er atkvæðafjöldinn í 8. vísu
teygður til hins ítrasta. Þótt sagt sé að „sjau eða átta [þ.e. samstöfur] megu vel
hlýða í fyrsta ok þriðja vísuorði“, eru atkvæðin allt að 9 ef allt er talið eins og
sjá má.
Athyglisvert er að fram kemur að í 8. vísu séu allar frumhendingar
hluthendur, þ.e. standi aftarlega eða í næsta risi á undan lokalið, og fylgir þessi
útskýring: „[O]k dregr þat til at lengja má orðit, at sem flestar samstƒfur standi
fyrir hendingar.“ Það er eðlilegt í kveðskap að breytileiki sé framar í línu, en
formfestan meiri nær lokum. En e.t.v. má einnig túlka orð Snorra svo sem
hann telji ekki heppilegt að beita leyfinu um fjölgun atkvæða á þær bragstöður
þar sem hendingarnar standa.
5.2 Grunneiningar háttarins
Eins og fram hefur komið hafa fræðimenn seinni tíma lýst hrynjandi drótt-
kvæðs háttar með ýmsum hætti. Greining Sievers (1893) gerir ráð fyrir að