Gripla - 20.12.2006, Side 95
UM HÁTTATAL SNORRA STURLUSONAR 93
dróttkvæðar línugerðir séu eins konar útvíkkaðar eddulínur (þ.e. úr fornyrðis-
lagi) og byggir á því að atkvæði séu missterk. Með einhverjum hætti er gert
ráð fyrir að grunnurinn liggi í því að telja áherslur eða ris, oftast þrjú, en þegar
dæmið gengur ekki upp er talað um aukaris (þ. Nebenhebungen). Það er meðal
annars sá möguleiki að gera ráð fyrir aukarisum, sem hafa einhvern styrk en
þó ekki fullan, sem gerir Sievers-kerfið svo losaralegt sem það er. Annar galli
á kerfinu er, eins og áður er minnst á, að það hefur litla möguleika til að skýra
tiltölulega fastbundinn atkvæðafjölda í línum, og hér má segja að greiningar-
kerfi Háttatals hafi vinninginn.
En þótt grunntalan hafi verið sex giltu ákveðnar reglur sem leyfðu að tvö
atkvæði stæðu í einni bragstöðu, eins og skýrt er í Háttatali með vísun til
skjótra og seinna samstafna. Og í öðrum dróttkvæðum kveðskap er þetta vel
þekkt. Þannig koma fyrir línur eins og: |„boðit til| öls“ kvað |Fölski (Sturlunga
1988:8.v.,4), þar sem atkvæðin eru 7. Þetta hefur verið skilið þannig að at-
kvæðin tvö í boðit ‘kljúfi’ eða beri í sameiningu fyrstu bragstöðuna. (Talað er
um resolution á erlendu máli.) Fyrra atkvæðið í boðit er létt sem svo er kallað
(hefur stutt sérhljóð og einungis eitt samhljóð á eftir, sbr. Kristján Árnason
2005a:326, 334–335).
Í dæmum eins og „boðit til öls“ kvað Fölski er bragstaðan sem klofin er
sterk. En einnig er það alþekkt í dróttkvæðum hætti og síðari kveðskap eins og
rímum, að tvö atkvæði standi í veikri stöðu, eins og í: |sunnan |lágt meðal
|runna (Sturlunga 1988:22.v., 8). Þessi lína hefur 7 atkvæði, en hér er það
vegna þess að næst á undan lokarisinu standa tvö atkvæði í veikri stöðu. Lík-
legt er að það að hafa tvö atkvæði í veikri stöðu, sem kalla má hlutleysingu (e.
neutralisation, sbr. Kristján Árnason 1991/2000:126–128) sé ekki alveg sama
eðlis og klofningur á sterkri stöðu. Í 8. vísu Háttatals er þessum meðulum (að
kljúfa ris og hafa tvö atkvæði í stað eins í veikri stöðu) beitt ríkulega, eins og
við höfum séð.
Hlutleysing (í veikri stöðu) og klofningur (í sterkri stöðu) sýna að eðlilegt
er að tala um bragstöður frekar en atkvæði: bragstöðurnar eru alltaf sex (sterk-
ar eða veikar), en misjafnt getur verið hvernig þær eru fylltar; þótt einfaldasta
samsvörun bragar og texta sé þannig að eitt atkvæði sé í hverri stöðu, geta þau
við vissar aðstæður verið tvö. Í umræddri línu í 8. vísu standa tvö atkvæði í
fyrstu, annarri og fjórðu stöðu, eins og sýnt er:
1 2 3 4 5 6
* * * * * * * * *
(Klofinn) (spyr ek) (hjálm) (fyrir) (hilm)(is)