Gripla - 20.12.2006, Page 98
GRIPLA96
Hér eru (eins og skáletrunin sýnir) orð úr fylliliðum með sögnum í fyrri línum
látnir standa fremst í fjórðu línu vísuhelmings, sem að öðru leyti er sér um
mál. Í fyrri vísuhelmingnum er það orðið ll, sem er hluti frumlags sagnar-
innar lúta, og í síðari helmingnum er það atviksliðurinn heim með sögninni
sækja.
Þegar hér er komið sögu gerir Snorri ráð fyrir að komnir séu sex hættir, en
það ber að skilja þannig að 8 fyrstu vísurnar (þ.e. þær sem sýna mismunandi
notkun kenninga og skjótar og seinar samstöfur) séu óbreyttur háttur, en að
vísur 9–13 (5 að tölu) sýni hver sinn hátt. Raunar er talningin á köflum
svolítið ruglingsleg, því stundum er talið út frá fjölda breyttra hátta og stund-
um út frá fjölda hátta að meðtöldum óbreyttum hætti. Breyttu hættirnir verða
alltaf einum færri en hættirnir í heild. Þannig segir t.d. að hátturinn á 12. vísu
sé „sá fjórði þeira er breyttir eru, en hinn fimti at háttatali“. 13. vísa segir að sé
„hinn fimti“ [breytti háttur], en á undan 14. vísu segir að sá háttur sé hinn
sjöundi [að háttatali].
Þær vísur sem næstar koma (14–16) sýna einnig hver sinn hátt með mis-
munandi setningaskipan og tengingum.
6.2 Refhvörf
Næst koma vísur (17–23) sem sýna dæmi um misflókin refhvörf, en það er
það stílbragð að stilla saman andstæðum. 17. vísa á að sýna hinn 10. hátt að
háttatali, en afbrigði refhvarfa eru sjö að meðtöldum refhvarfabróður. Í
inngangi að 17. vísu er einkennum refhvarfa lýst svo: „Í þeima hætti skal velja
saman þau orðtƒk er ólíkust sé at greina ok hafi þó einnar tíðar fall bæði orð ef
vel skal <vera>“ og vísunni fylgir löng útskýring á eðli andstæðnanna sem
fram koma í refhvörfum og tengslum þeirra.
Tvær leiðir hafa helst verið farnar í túlkun orðalagsins „einnar tíðar fall“.
Önnur er sú að tengja merkingu orðsins við málfræðilegar formdeildir, en hin
er að tengja hana við hrynjandi. Faulkes bendir á (Edda, Háttatal:53–54), að
hugsanlega megi tengja þetta við ummæli sem koma á eftir 23. vísu, sem á að
sýna háttinn refhvarfabróður. Þar er talað um orð í öðru og fjórða vísuorði sem
eru „gagnstaðlig ... sem refhvƒrf, enda standa eigi saman ok er ein samstafa
millum þeira ok lúkask bæði eigi <í> eina tíð.“ Þetta mætti túlka svo sem það
merki að um sé að ræða andstæð orð, sem ekki standa hlið við hlið og „lúkast
[þannig] eigi <í> eina tíð“. Að lúkast í eina tíð og hafa ‘einnar tíðar fall’ merkir
þá e.t.v. það að standa hlið við hlið eða vera borin fram í einni bendu. Í
inngangi Ormsbókar að málfræðiritgerðunum fjórum er talað um að stafir hafi