Gripla - 20.12.2006, Side 105
UM HÁTTATAL SNORRA STURLUSONAR 103
orðs, sem stendur í upphafi jöfnu línunnar, og er það gegnumgangandi í vís-
unni:
Flaust bjó fólka treystir
fagrskjlduðustum ƒldum (34. vísa, l. 1-2)
Samkvæmt því sem segir í lausamáli er það næstsíðasta samstafan í hinu langa
orði sem er bætt við, og segir að út komi rétt dróttkvætt ef hún er úr tekin. Hér
kemur til greina að líta svo á sem þriðja og fjórða atkvæðið í orðmyndinni:
fagrskjlduðustum skipti á milli sín einni bragstöðu.
Hér á eftir kemur (loks) „hin forna skjálfhenda“, sem áður hefur komið við
sögu (sbr. umræðu um 28. vísu). Hér sem fyrr má ráða af ummælum í lausa-
máli að Snorri hafi litið svo á að einkenni á skjálfhendunni sé að stuðlar standi
nálægt hvor öðrum og séu sem fremst í ójöfnu vísuorðunum. En hann segir að
í umræddri vísu sé skjálfhendan í þriðju línu fjórðungsins, og þar eru stuðl-
arnir einmitt með þeim hætti, en frumhending í annarri stöðu eins og í jöfnu
línunum í 28. vísu, sem stungið var upp á að Snorri teldi vera óbreytta skjálf-
hendu:
Reist at Vágsbrú vestan
varrsíma bar fjarri
heitfastr hávar rastir
hjálm-Týr svƒlu stýri;
støkr óx er bar blakka
brims fyrir jƒrð it grimma
herfjlð húfar svlðu
*hrannláð búandmanna (35. vísa)
Annað sérkenni á þessum línum, miðað við ójafnar línur í öðrum bragar-
háttum, er að þær hafa aðalhendingar.
Hér má segja að ljúki hinum eiginlega skjálfhendubálki, því í næstu þrem
vísum víkur sögunni að öðrum einkennum. Ekki er þó að fullu lokið tilvís-
unum til skjálfhendu, því að í lausamálsskýringum við 39. vísu, sem eins og
við munum sjá, sýnir dæmi um annars konar sérkenni í brag, segir í lausamáli
að í fimmta vísuorði (hjaldrs þá er hilmir foldar) dragist „með hljóðfylling
mjƒk eptir skjálfhendu hinni ný[ju]“ (Edda, Háttatal:20). Hér eru stuðlar, eins
og sjá má, framarlega, þ.e. ekki er stuðlað í 5. stöðu.