Gripla - 20.12.2006, Síða 111
UM HÁTTATAL SNORRA STURLUSONAR 109
Vísur (54–58) eru með háttum sem kenndir eru við fornskáld, „þótt þeir hafi
ort sumt með háttafƒllum“. Fyrst kemur háttur sem kenndur er við Ragnar
loðbrók. Eins og segir í lausamáli með þessari vísu er hér háttlausa (þ.e. engar
hendingar) í fyrsta og þriðja vísuorði. En annað einkenni á hættinum er það að
á undan höfuðstafnum, „sá er kveðandi ræðr“, standa ein eða tvær samstöfur:
Skýtr at Skƒglar veðri
en skjaldagi haldask
Hildar hlemmidrífu
of hvítum þrƒm rítar;
en í sœfis sveita
at sverðtogi ferðar
rýðr aldar vinr odda
þat er jarlmegin snarla (54. vísa)
Þekkt er að í „eldri“ dróttkvæðum kveðskap koma fyrir síðlínur með áherslu-
lítil atkvæði á undan höfuðstafnum (sbr. Kuhn 1983:168–169). Þannig eru t.d.
forsetningar á undan höfuðstaf í vísum í Egils sögu, og Krákumál, sem hafa
raunar verið talin frá 12. öld, sýna sömu einkenni. Þetta sýnir að höfundur
Háttatals hefur verið meðvitaður um þess háttar hluti, þótt það þurfi auðvitað
ekki að tákna að allt sem kennt er fornskáldum hafi verið svo gamalt sem sagt
var eða eignað þeim með réttu. Dæmi eru um létta forliði í síðlínum í vísum úr
Víglundar sögu, sem taldar hafa verið mjög ungar (sbr. Kristján Árnason
2005b:212–213).
Næst í röð fornskálda hátta kemur Torf-Einars háttur (55. vísa), og segir
um hann að háttlausa sé í fyrsta og þriðja vísuorði, en í öðru og fjórða skot-
hendingar, og riðhent, (þ.e. stutt milli hendinga):
Hverr séi jƒfra œgi
jarl fjƒlvitrum betra,
eða gjarnara at gœða
glym hraðsveldan skjalda? (55. vísa, l. 1–4)
Næst kemur Egils háttur, sem er eins og Torf-Einars háttur, nema hvað hér eru
aðalhendingar (riðhendar) í jöfnu vísuorðunum, en þar á eftir er Fleins háttur
(57. vísa), en einkenni hans er að hendingar standa í „ƒndurðu vísuorði“16:
16 Sbr. umræðu hjá Kuhn 1983:89–90 um staðsetningu hendinga.