Gripla - 20.12.2006, Page 112
GRIPLA110
Hilmir hjálma skúrir
herðir sverði roðnu (57. vísa, l. l–2)
Síðastur þessara fornskálda hátta er Braga háttur. Einkenni hans er meðal
annars að ekki eru hendingar í ójöfnu vísuorðunum, en fimmta staða í forlínu
rímar á móti (oddhendri) hendingu á fyrsta atkvæði jöfnu línunnar á sama hátt
og í Fleins hætti:
Er til hjálma hyrjar
herjum styrjar væni (58. vísa, l. 1–2)
Ekki verður í fljótu bragði séð annað en þau brageinkenni sem hér eru kennd
við fornskáld komi heim við þann kveðskap sem eignaður hefur verið eldri
skáldum.
8. Breytt lengd vísuorða
Á undan fornskálda háttum, í 49.–51. vísu, eru sýnd dæmi um stúfa. Í fyrsta
afbrigðinu er fjórða lína stýfð, og í þeirri næstu, sem kölluð er „meiri stúfr“,
eru allar jafnar línur stýfðar, og hinn ‘mesti stúfur’ (51. vísa) hefur öll vísuorð
stýfð:
Herstefnir lætr hrafn
hungrs fullseðjask ungr,
ilspornat getr ƒrn
aldrlausastan haus (51. vísa, l. 1–4)
Þessir hættir hafa sömu hrynjandi og dróttkvæður háttur, að öðru leyti en því
að línurnar eru stýfðar, þ.e. síðasta atkvæði er sleppt. Í öllum tilvikum er
eðlilegt að gera ráð fyrir veikri stöðu á undan þessum stúf og að hann svari til
5. stöðu í óbreyttum dróttkvæðum hætti, enda er viðurhendingin þar.17
17 Á eftir þessum stúfabálki er aftur um hríð komið að háttum sem einkennast með rími. Fyrst
kemur skothenda (52), þar sem skothendingar eru í öllum vísuorðum, en síðan liðhenda (53).
Í þeirri síðarnefndu eru skothendingar í öllum línum, en frumhendingarnar (sem eru odd-
hendar, þ.e. standa fremst í línum) ríma saman, 1. og 2. lína, 3 og 4 o.s.frv.